Danmörk
Ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Valmynd

Innheimtu - og skattseðill

Skattareikningur

Allir þeir sem eiga að greiða einhvers konar skatta eða gjöld fá eigin skattareikning hjá Skatteverket. Reikningurinn nær yfir svo til alla skatta og gjöld sem Skatteverket sér um.

Á reikninginn eru færðar allar skattainnborganir þínar, staðgreiðsla samkvæmt tekjuupplýsingum og endanleg álagning samkvæmt álagningarseðli. Einkaðilar frétta alla jafna af skattareikningum sínum einu sinni á ári og þá í sambandi við endanlega álagningu. Hvort sem það er vinnuveitandinn eða þú sjálf(ur) sem greiðir skattinn á innborgaður skattur að vera eins nálægt endanlegri álagningu og hægt er.

Álagningarseðill

Þegar búið er að fara yfir framtal þitt er endanleg álagning reiknuð út. Útreikningurinn kemur fram á álagningarseðlinum.

Það fá ekki allir álagningarseðilinn samtímis. Þeir eru sendir út við fjögur tækifæri, í júní, ágúst, september og desember. Þú sem býrð erlendis færð álagningarseðilinn í desember svo og í flestum tilvikum þeir sem eiga að telja fram vegna reksturs og eru hluthafar eða stjórnendur í félagi með fáa eigendur.

Of lítil staðgreiðsla

Ef endanleg álagning er hærri en staðgreiðslan sem var borguð inn á árinu (af vinnuveitanda eða þér) verður þú að borga það sem þú skuldar. Vextir á skuldinni eru reiknaðir daglega. Þú hefur um 90 daga til að greiða skuldina talið frá dagsetningu álagningarseðils.  Síðan er gjaldfærður vaxtakostnaður sem nemur ca. 16%

Ef þú reiknar út að hallinn á skattareikningnum verði í hæsta lagi SEK 30.000 getur þú losnað við að greiða vextina ef þú borgar inn þennan hluta þannig að hann sé bókfærður á plús- eða bankagíróreikning Skatteverket fyrir 3 maí álagningarárið.

Ef þú reiknar út að hallinn á skattareikningnum verði yfir SEK 30.000 átt þú að greiða það sem á vantar þannig að það sé bókfært á plús- eða bankagíróreikning Skatteverket í síðasta lagi 12. febrúar álagningarárið. Þá sleppur þú við að greiða vexti af þeim hluta.

Ofgreiddur skattur

Ef fram kemur á reikningsyfirlitinu sem fylgir álagningarseðlinum að þú hafir greitt of mikið í skatt, færð þú endurgreiðslu ef ofgreiðslan er yfir SEK 100. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni er að þú hafir látið skrá bankareikning hjá skattyfirvöldum. Nái ofgreiðslan ekki SEK 100 stendur upphæðin áfram inni á skattareikningnum þínum.

Ef þú hefur ekki látið skrá bankareikning, færð þú senda gíróávísun sé upphæðin yfir SEK 2000.  Sé upphæðin lægri mun hún standa áfram inni á skattareikningnum þínum. Þú átt þó möguleika á að biðja sérstaklega um útborgun jafnvel þó upphæðin sé undir SEK 2000 en  þó yfir SEK 100. Ef þú færð útborgunarseðil er mikilvægt að þú hafir látið Skatteverket fá rétt heimilisfang til að hægt sé að senda þér hann

Valmynd
 
Logo