Skattkort

Skattfrádráttur ef þú berð ótakmarkaða skattskyldu

Skattkortið nýtist sem upplýsingar frá skattyfirvöldum og sýnir hvernig háttað skulu skattlagningu tekna þinna hvort sem er vegna vinnu eða lífeyri. Bæði sænskum og erlendum vinnuveitendum ber skylda til að halda eftir og greiða staðgreiðslu fyrir stafsmenn sem starfa í Svíþjóð. Þeir sem greiða lífeyri í Svíþjóð hafa sömu skyldur vegna fólks sem fær lífeyri í Svíþjóð. Aðilar í sjálfstæðum rekstri greiða skattinn sjálfir.

Skatttegund

A-skattur (staðgreiðsluskattur greiddur af launþegum og lífeyrisþegum)

Ef þú ert launþegi þarft þú að greiða A-skatt. Vinnuveitandinn dregur skattinn frá laununum, óháð því hvort sem vinnuveitandinn er sænskur eða ekki. Lífeyrisþegar greiða almennt einnig A-skatt af sænskum lífeyristekjum og greiðandi lífeyris annast frádáttinn.

Skráning vegna F-skatts (skattur greiddur vegna sjálfstætt starfandi)

Ef þú hefur með höndum starfsemi sem einyrki þarft þú venjulega að vera skráður sem „skráður vegna F-skatts“ . Þetta þýðir að þú þarft að greiða skattinn sjálfur í hverjum mánuði. Skráningin gildir þar til annað verður tilkynnt. Þú getur fengið útdrátt af skráningunni sent ef þú óskar eftir því. Það sýnir, ásamt öðrum atriðum, að þú ert skráður vegna F-skatts og þú getur sýnt viðskiptaaðilum þínum það. Í þeim tilvikum þurfa þeir ekki að halda eftir neinum skatti.

SA-skattur (sérstakur A-skattur)

SA-skattur er skattur sem þú skilar sjálfur. Það getur verið í því tilviki ef þú hefur með höndum starfsemi sem einyrki en hefur ekki fengið viðurkenningu vegna F-skatts.

Óháð því hvort þú greiðir A-skatt, F-skatt eða SA-skatt, þá á skatturinn sem er greiddur reglulega yfir árið að vera sem næst endanlega álögðum skatti. Þú getur ekki ákveðið sjálfur að greiða skattinn eftir á.

Hvernig færð þú skattkort ?

Ef vinnuveitandi þinn hefur ekki vitneskju um skattalega stöðu þína ber honum skylda til að halda eftir hærri skatti en almennt gildir og þess vegna er mikilvægt að þú sýnir vinnuveitanda þínum skattkortið. Lang flestir þeirra sem greiða laun eða annað endurgjald fá upplýsingar um skattalega stöðu launþega beint frá sænskum skattyfirvöldum ef þeir eru skráðir með lögheimili í Svíþjóð. Þess vegna er skattkort venjulega einungis sent út samkvæmt beiðni. Ef þú, þrátt fyrir það, þarft á A-skattkorti að halda getur þú beðið um það það hjá Skatteverket.

Ef þú ert ekki skráður með lögheimili er mikilvægt að sendir tilkynningu um staðgreiðslu skatta þannig að þú fáir réttan skattfrádrátt. Þú getur gert það á skatteverket.se eða á eyðublaði SKV 4402.

Þú þarft að nota eyðublað SKV 4314, Preliminär självdeklaration (Fyrirfram einstaklingsframtal) til að láta sænskum skattyfirvöldum í té upplýsingar svo að þau geti lagt á SA-skatt og reiknað hve mikinn skatt þú átt að greiða í hverjum mánuði.

Hvernig færðu skráningu vegna F-skatts

Umsókn um skráningu vegna F-skatts skal senda á skatteverket.se. Þú getur sótt um hvort sem þú ert með ótakmarkaða eða ótakmarkaða skattskyldu.

Ákvörðun um skattfrádrátt ef þú ert með takmarkaða skattskyldu

Ef þú ert með takmarkaða skattskyldu getur þú, vinnuveitandi þinn eða greiðandi lífeyris sótt um fyrir þig að greiða SINK (sérstakur skattur fyrir fólk með takmarkaða skattskyldu). Þú sækir um á skatteverket.se eða á eyðublaði SKV 4350 . Þegar þú hefur fengið senda ákvörðun, þarft þú að sýna vinnuveitanda þínum eða greiðanda lífeyris hana svo að þeir geti gert frádátt fyrir SINK í stað venjulegrar staðgreiðslu. SINK er endanlegur skattur og er greiddur af launatekjum eða lífeyri en ekki fjármagnstekjum.

Ef vinnuveitandi þinn er ekki sænskur og tekjur þínar ekki skattskyldar í Svíþjóð þarft þú ekki að sækja um SINK og vinnuveitanda þínum ber því ekki skylda til að halda eftir skatti.

Þú getur valið hvort þú greiðir almennan skatt í stað SINK og þú getur tekið það fram í umsókn um SINK.

Yfirfærsla á skattgreiðslum á milli norrænu landanna (aðstoðarsamningurinn)

Þegar þú stundar vinnu í öðru norrænu landi en þú ert búsettur, fyrir vinnuveitanda sem einnig er heimilisfastur í heimalandi þínu, skalt annað hvort þú eða vinnuveitandi þinn skila eyðublaðinu NT 1 eða NT 2 til skattstofunnar sem vinnuveitandinn tilheyrir. Það er gert til að hægt sé að standa skil af staðgreiðslu í réttu landi. Nota skal eyðublaðið NT 1 þegar skattlagning á að eiga sér þar sem þú býrð, t.d. ef þú dvelur skemur en 183 daga í vinnuríkinu. Nota skal eyðublaðið NT 2 þegar skattlagningin skal eiga sér stað í vinnuríkinu, t.d. ef launagreiðandinn hefur fasta atvinnustöð í vinnuríkinu, eða í vissum tilvikum þegar þetta er spurning um útleigu á vinnuafli.

Í vissum tilvikum geta skattyfirvöld yfirfært skattgreiðslur á milli landa samkvæmt aðstoðarsamningnum. Samningurinn felur í sér að ef í ljós kemur að skattur, sem haldið hefur verið eftir af launatekjum í einu norrænu ríki, á í raun að greiðast í öðru norrænu ríki, skal fyrrnefnda ríkið yfirfæra skattinn til þess ríkis. Millifærður skattur skal greiðast tímanlega þannig að þú þurfir ekki greiða kostnað og vexti af millifærðu skattgreiðslunum.

Í þeim tilvikum sem millifærði skatturinn nægir ekki fyrir skattgreiðslunum í hinu landinu þá þarft þú sjálfur að greiða mismuninn með tilheyrandi kostnaði og vöxtum af þeim hluta greiðslunnar.