Býrð þú í öðru norrænu landi og starfar um borð í flugvél í Svíþjóð?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur í öðru norrænu landi og er með ráðningarsamning í Svíþjóð vegna starfa um borð í flugvél í eigu norræns flugfélag.  Upplýsingarnar varða aðeins skattlagningu af þessum tekjum.

Skattlagning í Svíþjóð

Launin eru undanþegin skattlagningu í Svíþjóð. Þetta á bæði við um innanlandsflug sem og flug á alþjóðaleiðum.

Skattlagning í búsetulandinu

Launin eru skattskyld í búsetulandinu.  Hafir þú fengið greidda dagpeninga vegna kostnaðar sem tengist vinnu þinni, gilda skattalög heimalandsins um hve stór hluti dagpeningana skal vera skattfrjáls.

Þú átt að telja fram launin og móttekna dagpeninga á framtali í heimalandinu

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem kveða á um hvar þú skulir vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Tryggingastofnun í búsetulandinu eða Försäkringskassan í Svíþjóð til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Finnland |