Býrð þú í öðru norrænu landi og færð bætur úr almannatryggingum í Svíþjóð?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur í öðru norrænu landi og færð bætur frá Tryggingastofnun í Svíþjóð. Upplýsingarnar fjalla einungis um skattlagningu bóta úr almannatryggingum. Ef þú þiggur lífeyri frá Svíþjóð, þá sjá lífeyri.

Dæmi um bætur úr almannatryggingum sem greiðast út í Svíþjóð:
Sjúkradagpeningar, fæðingarorlof og atvinnuleysisbætur.

Skattlagning í Svíþjóð
Þú átt að greiða skatt í Svíþjóð af bótum úr almannatryggingum frá Svíþjóð. Það fer eftir því hvort þú ert með ótakmarkaða eða takmarkaða skattskyldu hvernig skatt þú átt að greiða.

Ótakmörkuð skattskylda
Ef þú hefur flutt frá Svíþjóð og ert enn með sterk tengsl við Svíþjóð eða dvelur það mikið í Svíþjóð að þú telst vera heimilisfastur þar, ert þú með ótakmarkaða skattskyldu. Þá greiðir þú skatt af bótunum samkvæmt sænskum reglum og þarft að skila framtali í Svíþjóð.

Takmörkuð skattskylda
Ef þú ert með takmarkaða skattskyldu, greiðir þú sérstakan tekjuskatt fyrir erlendis búsetta (SINK) af bótunum. Það er endanlegur skattur upp á 25% og greiðandi bótanna t.d. sænska Tryggingastofnunin, dregur skattinn af bótunum áður en þær eru greiddar út. Þú þarft ekki að telja fram í Svíþjóð. Þú sækir um SINK hjá skattstofunni. Ef þú ert ekki með sænska kennitölu eða sérstaka kennitölu (samordningsnummer) færð þú úthlutaðri sérstakri kennitölu um leið og tekin er ákvörðun um SINK skatt.

Skattlagning í heimalandinu
Bætur úr almannatryggingum geta líka verið skattskyldar í heimalandi þínu. Ef þú ert skattlagður bæði í Svíþjóð og heimalandi þínu er það heimalandið sem á að koma í veg fyrir tvísköttun. Þú átt alltaf að gefa upp erlendu tekjurnar í skattframtali í heimalandinu.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Finnland |