Þjóðskrá og kennitala

Kennitala

Allir sem búsettir eru í Finnlandi eiga finnska kennitölu sem gefin er út af finnsku Þjóðskránni, Befolkningsregistercentralen, eða skráningarstofunni, magistraten. Þú getur einnig fengið kennitölu hjá skattstofu til þess að sinna skattamálum þínum, t.d. ef þú ert að vinna í Finnlandi. Í Finnlandi gegnir skattstofan þó ekki hlutverki þjóðskrár. Til að fá kennitölu hjá skattinum þarft þú að heimsækja til þess bæra skattstofu.

Kennitala samanstendur af tíu tölustöfum. Fyrstu sex er fæðingardagur viðkomandi. Ef þær eru t.d. 010946-xxxx, þá er viðkomandi fæddur 1. september 1946. Kennitalan er aðeins gefin út einu sinni og gildir út æfina.

Við álagningu skatta er skattaðili yfirleitt auðkenndur með kennitölunni.

Flutningstilkynning

Sá sem flytur til eða frá Finnlandi þarf að skila inn flutningstilkynningu til skráningarstofu, magistraten

Fylla í flutningstilkynningu á posti.fi/changeaddress.