Danmörk
Ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Valmynd

Býrð þú í Finnlandi og vinnur um borð í skipi sem er skráð í öðru norrænu landi og sem siglir á alþjóðaleiðum?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Finnlandi og vinnur um borð í skipi sem er skráð í öðru norrænu landi og sem siglir á alþjóðaleiðum. Hér er eingöngu fjallað um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Alþjóðaleiðir

Með hugtakinu á alþjóðaleiðum er átt við alla skipaflutninga nema þegar skipið er eingöngu í siglingum milli staða í einu norrænu landi.

Skattlagning í öðru norrænu landi

Þú ert skattskyldur í því norræna landi sem skipið er skráð í.

Ef þú vinnur um borð í skipi sem er leigt út á án áhafnar þ.e. á svokölluðum „bareboat bases" af útgerð í öðru norrænu landi, ert þú skattskyldur í því landi sem útgerðin er skráð í.

Skattlagning í Finnlandi

Þú átt að telja fram erlendar tekjur og greiddan skatt af þeim á finnska skattframtalinu. Þú þarft líka að fylla út eyðublað 16 og setja kross við tekjur af sjómennsku til að fá sjómannafrádráttinn. Ekki þarf að taka fram kostnað sem tengist tekjum af sjómennsku (t.d. félagsgjöld til stéttarfélaga eða ferðakostnað) þar sem hann er reiknaður með í sjómannafrádrættinum sem veittur er vegna starfa þinna.

Almenna reglan er sú að ekki er hægt að nota undanþágu frá greiðslu skatts sem heimilast samkvæmt sexmánaðareglu tekjuskattsins í tilvikum sem þessum, en það felur það í sér að tekjur þínar eru skattlagðar sem tekjur af sjómennsku um borð í finnsku skipi. Hafi tekjurnar verið skattlagðar í öðru norrænu landi, getur þú óskað eftir frádrætti í Finnlandi sem nemur þeim skatti sem þú greiddir af tekjunum í hinu norræna landinu. Frádrátturinn getur aldrei orðið hærri en sem nemur finnskum skatti af sjómannstekjum þínum.

Til þess að hægt sé að nota sexmánaðarregluna, þarft þú m.a. að dvelja í Finnlandi lengur en að meðaltali sex daga í þeim mánuði sem þú starfar erlendis. Jafnvel hluti úr degi reiknast sem dvöl í Finnlandi. Með dvöl í Finnlandi er einnig átt við þann tíma þegar verið er að hlaða eða afhlaða skipið í finnskri höfn. Ef þú ætlar að krefjast sexmánaðarreglunnar, þarft þú að gera grein fyrir vinnutíma þínum ásamt komu og brottfarardögum í Finnlandi á eyðublaði 16. 

Upplýsingar um skattlagningu tekna af vinnu um borð í skipi á norsku eða dönsku landgrunni finnur þú undir fyrirsögninni „Býrð þú í Finnlandi og vinnur á dönsku eða norsku landgrunni?".

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Pensionsskyddscentralen í Finnlandi (PSC/ETK, www.etk.fi) eða Tryggingastofnun í skráningarlandi skipsins til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi­ hÚr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð
Valmynd
 
Logo