Býrð þú í öðru norrænu landi og færð bætur úr almannatryggingum í Finnlandi?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur í öðru norrænu landi og færð bætur úr almannatryggingum í Finnlandi og fjalla einungis um skattlagningu bóta úr almannatryggingum. Ef þú færð lífeyri frá Finnlandi, þá sjá lífeyri.

Dæmi um bætur úr almannatryggingum sem greiðast út frá Finnlandi:
Sjúkradagpeningar, fæðingarorlof og atvinnuleysisbætur.

Skattlagning í Finnlandi
Þú átt að greiða skatt í Finnlandi af bótum úr almannatryggingum í Finnlandi. Það fer eftir því hvort þú ert með ótakmarkaða eða takmarkaða skattskyldu hvernig skatt þú átt að greiða.

Ótakmörkuð skattskylda
Ef þú hefur flutt frá Finnlandi en ert ennþá talin hafa sterk tengsl við Finnland eða dvelur í Finnlandi í það langan tíma að þú telst hafa skattalega heimilisfesti þar, ert þú með ótakmarkaða skattskyldu í Finnlandi. Þá greiðir þú skatt af bótunum eins og þú værir enn búsettur í Finnlandi.

Takmörkuð skattskylda
Ef þú ert með takmarkaða skattskyldu greiðir þú fastan og endanlegan skatt af finnsku bótunum. Ef þú færð lífeyrir frá Finnlandi, sjá „lífeyrir".

Skattlagning í búsetulandinu
Bætur úr almannatryggingum geta líka verið skattskyldar í búsetulandinu. Ef þú ert skattlagður bæði í Finnlandi og búsetulandinu er það búsetulandið sem á að koma í veg fyrir tvísköttun. Þú átt alltaf að gefa upp erlendu tekjurnar í skattframtali í búsetulandinu.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð