Býrð þú í Finnlandi og færð bætur úr almannatryggingum frá öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur í Finnlandi og færð bætur úr almannatryggingum í öðru norrænu landi og fjalla einungis um skattlagningu bóta úr almannatryggingum. Ef þú færð lífeyri frá öðru norrænu landi, þá sjá lífeyri.

Skattlagning í greiðslulandinu
Bætur úr almannatryggingum sem greiddar eru frá öðru norrænu landi, geta verið skattskyldar þar.

Skattlagning í Finnlandi
Bætur úr almannatryggingum eru skattskyldar tekjur í Finnlandi. Ef bæturnar hafa verið skattlagðar í greiðslulandinu, getur þú fengið frádrátt frá finnskum skatti sem nemur þeirri upphæð sem greidd var í skatt af bótunum í hinu landinu (frádráttarreglan).

Upphæð frádráttarins getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur reiknuðum skatti af sömu tekjum í Finnlandi.

Ef þú varst byrjaður að fá greiðslur úr almannatryggingum fyrir 5. apríl 2008 og ef þú bjóst í Finnlandi á þeim tímapunkti og hefur búið þar samfellt síðan, er undanþágureglan enn notuð um greiðslurnar.

Það þýðir að ef þú hefur aðrar tekjur frá Finnlandi, reiknast finnska skattprósentan á heildartekjurnar en skatturinn skv. þessari prósentu er eingöngu lagður á finnska hluta teknanna.

Greiðsla skatts
Ef þú átt að greiða skatt í Finnlandi af bótum úr almannatryggingum frá öðru norrænu landi, heldur greiðandi bótanna ekki eftir finnskum staðgreiðsluskatti af þeim. Þú þarft því að sækja um nýtt skattkort fyrir staðgreiðslu skatta hjá skattyfirvöldum. Við umsókn er tekið tillit til þess ef þú greiðir skatt af bótum úr almannatryggingum í hinu landinu og að þú hafir rétt til að draga þann skatt frá finnska skattinum.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð