Býrð þú í öðru norrænu landi og ætlar að vinna sem verktaki í Finnlandi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem ert búsettur í öðru norrænu landi en ætlar að vinna í Finnlandi sem verktaki. Upplýsingarnar taka einungis til skattlagningar slíkra tekna.

Skráning í Finnlandi

Ef þú starfar í Finnlandi sem verktaki þarft þú að hafa finnska kennitölu, ef

- þú dvelur í Finnlandi lengur en 6 mánuði,
- þú starfar á byggingasvæði
- þú sækir um stighækkandi skattlagningu tekna
- þú sækir um skráningu á virðisaukaskattsskrá
- þú telst stunda starfsemi frá fastri starfsstöð í Finnlandi.

Lestu meira: vero.fi (Að vinna í Finnlandi sem verktaki)

Þú þarft að sækja um skráningu á launagreiðendaskrá ef þú hefur fasta starfsstöð í Finnlandi. Þú þarft einnig að vera skráður á launagreiðendaskrá sem vinnuveitandi ef þú greiðir a.m.k. tveimur starfsmönnum laun reglulega í Finnlandi. Samt er skráning á skattgreiðendaskrár valkvæð.

Lestu meira: vero.fi (Að hefja rekstur í Finnlandi)

Tekjuskattur í Finnlandi

Föst starfsstöð

Ef þú ert með fasta starfsstöð í Finnlandi, greiðir þú skatt í Finnlandi af þeim hluta teknanna sem aflað er þar. Hve lengi þú dvelur í Finnlandi hefur ekki áhrif á skattalagningu vegna fastrar starfsstöðvar.

Skilgreiningu á fastri starfsstöð er að finna í kaflanum Almennar upplýsingar /Föst starfsstöð.

Skattyfirvöld senda óútfyllt eða forskráð eyðublöð til allra verktaka hvort sem þeir eru búsettir í Finnlandi eða ekki sem stunda starfsemi samkvæmt upplýsingakerfi skattyfirvalda. Atriði sem skylt er að telja fram á skattframtölum eru rekstrartekjur sem skattskyldar eru í Finnlandi, eignir og skuldir sem tengd eru starfsemi í Finnlandi. Þú þarft einnig að skila rekstrarframtali í því tilviki þegar Finnland á ekki skattlagningarréttinn á tekjum vegna starfseminnar. Ef þú hefur ekki fengið forskáð eyðublöð getur þú gert grein fyrir nauðsynlegum upplýsingum á eyðublaði 5 eða á MyTax.

Ekki föst starfsstöð

Almennt hefur Finnland ekki heimild til að skattleggja tekjurnar þínar ef þí hefur ekki fasta starfsstöð í Finnlandi eða þú dvelur skemur en 183 daga í Finnlandi á 12 mánaða tímabili.

Ef þú dvelur í Finnlandi lengur en í 183 daga á 12 mánaða tímabili mun lengd dvalar þinnar ákvarða hvort þu þurfir að greiða t.d. 35% skatt eða hvort skattprósentan sé mismunandi samkvæmt stighækkandi áætlun tekjuskatts.

Lestu meira: Ef þú dvelur í Finnlandi í skemur en 6 mánuði eða lengur en 6 mánuði.

Tekjuskattur í búsetulandinu

Þú þarft að muna eftir að gera grein fyrir tekjum sem þú aflar frá Finnlandi í landinu sem þú ert búsettur í. Ef heimaland þitt leggur skatt á erlendar tekjur mun það einnig koma í veg fyrir skattlagningu þeirra.

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við tryggingastofnun í því landi sem þú býrð í eða Tryggingastofnun í Finnlandi (Pensionsskyddscentralen PSC/ETK, www.etk.fi) til að fá nánari upplýsingar.

Skyldur atvinnurekenda í Finnlandi

Ef þú ert með fasta starfsstöð í Finnlandi og greiðir laun reglulega, eru skyldur þínar þær sömu og almennt gilda um skyldur atvinnurekenda í Finnlandi. Þú þarft að halda eftir staðgreiðslu af launum og greiða tryggingagjald. Skila þarf inn skilagreinum um bæði staðgreiðsluna og tryggingagjaldið mánaðarlega til launagreiðendaskrár.

Þú þarft einnig að skila skilagreinum um greidd laun vegna vinnu í Finnlandi ef móttakandinn er finnskur skattgreiðandi jafnvel þó að ekki sé um að ræða fasta starfsstöð. Ef starfsmaðurinn er tryggður í Finnlandi þarf ennfremur að skila skilagrein undir öllum kringumstæðum. Þá þarf til viðbótar að skila staðgreiðsluskilagrein vegna hvers konar launa sem greidd eru starfsmönnum sem hafa verið leigðir út til finnskra þjónustuaðila.

Lestu meira: tulorekisteri.fi/english (Inkome Register)

Virðisaukaskattur

Erlendir verktakar sem stunda sölu á vörum eða þjónustu og eru virðisaukaskattsskyldir þurfa að skrá sig á virðisaukaskattsskrá í Finnlandi ef starfsemi þeirra telst vera föst starfsemi vegna virðisaukaskatts. Ef ekki er um að ræða fasta starfstöð vegna virðisaukaskatts í Finnlandi er það almenna reglan að kaupandi þjónustunnar greiðir þann virðisaukaskatt sem ber að greiða (samkvæmt öfugri skilaskyldu (reverse-charge VAT)). Í ákveðnum tilvikum er erlendi aðilinn þó alltaf skyldugur til að skrá sig á virðisaukaskattsskrá í öllum tilvikum.

Það er mikilvægt að vera meðvitaður um að staðreyndir og kringumstæður sem leiða til fastrar starfsstöðvar vegna tekjuskatts eru ekki þær sömu og gilda um virðisaukaskatt. Vegna þess er mögulegt að erlendur aðili hafi fasta starfsemi vegna virðisaukaskatts en hafi ekki fasta starfsstöð vegna tekjuskatts, og öfugt.

Lestu meira: vero.fi (VAT registration for foreigners).

 

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð