Býrð þú í Finnlandi og vinnur í öðru norrænu landi sem verktaki?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem ert búsettur í Finnlandi en ætlar að vinna í öðru norrænu landi sem verktaki. Upplýsingarnar taka einungis til skattlagningar slíkra tekna.

Tekjuskattur í Finnlandi

Þú þarft að gera grein fyrir heilartekjum af starfseminni í finnsku skattframtali auk tekna sem þú hefur fengið frá öðru norrænu landi. Þú getur óskað eftir frádrætti vegna skatta sem þú greiddir erlendis í eyðublaði 70 eða á MyTax.

Á einnig að leggja á skatt í vinnulandinu?

Landið þar sem sjálfstæð starfsemi/verktakavinna fer fram má skattleggja ef þú ert með fasta starfsstöð í því landi.

Þú finnur skilgreiningu á fastri starfsstöð samkvæmt norræna tvísköttunarsamningnum undir „Almennar upplýsingar/Föst starfsstöð".

Þú getur orðið skattskyldur í öðru norrænu landi þó þú sért ekki með fasta starfsstöð þar ef þú dvelur í landinu lengur en í 183 daga á 12 mánaða tímabili.

Nánari upplýsingar finnur þú með því að smella á nafn viðkomandi lands.

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Tryggingastofnun í Finnlandi (Pensionsskyddscentralen PSC/ETK, etk.fi/en/ eða Tryggingastofnunina í því landi sem sem þú vinnur í til að fá nánari upplýsingar.

Virðisaukaskattur

Samkvæmt almennum reglum um virðisaukaskatt er virðisaukaskattur greiddur í því landi þar sem vörur eru seldar eða þjónusta veitt. Samkvæmt því eru vörur sem seldar eru í Finnlandi og þjónusta sem veitt er í Finnlandi virðisaukaskattsskyldar í Finnlandi.

Þar sem sala er almennt skattskyld í neyslulandinu þarf seljandi ávalt að hafa samband við skattyfirvöld í neyslulandinu til að fá upplýsingar um nánari reglur um skyldur sínar. Nánari upplýsingar um reglur í öðrum norrænum löndum færð þú með því að smella á nafn viðkomandi norræns lands.
 

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð