Býrð þú í öðru norrænu landi og færð vaxtatekjur eða greiðir vaxtagjöld í Finnlandi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og færð vaxtatekjur eða greiðir vaxtagjöld af láni í Finnlandi og fjalla eingöngu um skattlagningu af þeim tekjum/gjöldum.

Vaxtatekjur:

Vaxtatekjur af inneignum í fjármálastofnunum, verðbréfum, skuldabréfum og öðru álíka í Finnlandi eru ekki skattskyldar þar heldur eingöngu í heimalandi þínu.

Hafi skatturinn fyrir mistök verið dreginn af í Finnlandi, getur þú fengið hann endurgreiddan. Hafðu samband við viðkomandi fjármálastofnun eða skattyfirvöld til að fá frekari upplýsingar.

Vaxtagjöld:

Ef þú ert búsettur í öðru norrænu landi og berð takmarkaða skattskyldu í Finnlandi átt þú rétt á frádrætti vegna vaxtagjalda sem t.d. tilheyra húsnæði sem þú leigir út í Finnlandi.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð