Býrð þú í öðru norrænu landi og átt hlutabréf í finnsku félagi?
Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og átt hlutabréf í félagi í Finnlandi og fjalla eingöngu um skattlagningu af tekjum af þessum hlutabréfum.
Arður:
Skattlagning í Finnlandi:
Af arði sem þú færð frá Finnlandi er dreginn endanlegur 15% tekjuskattur. Greiðandinn dregur skattinn af við útborgun arðsins. Staðgreiðsluskyldar tekjur þarf ekki að telja fram í Finnlandi.
Hafi hærri skattur en 15% verið dreginn af arðinum í Finnlandi, getur þú sótt um að fá mismuninn endurgreiddan.
Skattlagning í heimalandinu:
Þú þarft að gera grein fyrir bæði arðinum og skattinum sem dreginn var af í Finnlandi á skattframtali í heimalandi þínu, en arðurinn er einnig skattlagður þar. Til að koma í veg fyrir tvísköttun er skatturinn í heimalandinu lækkaður sem nemur finnska skattinum af arðgreiðslunum.
Hagnaður af sölu hlutabréfa:
Ef þú hefur aldrei búið í Finnlandi má ekki skattleggja hagnaðinn sem þú hefur haft af sölu finnskra hlutabréfa (annarra en bostadsaktier).
Ef þú selur finnsk húsbréf „bostadsaktier" eða ef þú hefur búið í Finnlandi og berð þar ennþá ótakmarkaða skattskyldu, getur Finnland einnig skattlagt söluhagnaðinn. Í því tilviki þarft Þú telur söluhagnaðinn á eyðublaði 9A eða á MyTax. Skattprósentan er 30 eða 34 %.
Þú verður að telja bæði hagnaðinn og skattinn fram á skattframtali í heimalandinu. Til að koma í veg fyrir tvísköttun er skatturinn í heimalandinu lækkaður sem nemur finnska skattinum af hagnaðinum.