Býrð þú í öðru norrænu landi og starfar í Finnlandi sem listamaður eða íþróttamaður?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og starfar sem lista- eða íþróttamaður í Finnlandi og fjalla eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Með „lista- eða íþróttamaður" er hér átt við þá sem í starfi sínu koma fram persónulega í leik eða keppni í Finnlandi. Í þessu sambandi teljast ekki sem lista- eða íþróttamenn: leikstjórar, höfundar, sviðsstjórar, íþróttadómarar eða íþróttaþjálfarar.

Skattlagning í Finnlandi:

Dvelur þú skemur en 6 mánuði í Finnlandi?

Ef þú starfar sem lista- eða íþróttamaður í Finnlandi en ert búsettur í öðru norrænu landi, berð þú takmarkaða skattskyldu í Finnlandi vegna tímabundinna starfa þar. Finnska vinnuveitandanum ber að draga af þér 15% endanlegan staðgreiðsluskatt og er enginn frádráttur leyfður. Þú getur einnig valið að verða skattlagður með þrepaskiptri skattlagningu og þar með fengið rétt til að draga frá beinan kostnað sé það hagstæðara fyrir þig. Þú getur óskað eftir þessu þegar þú sendir inn umsókn um skattkort eða seinna á eyðublaðinu Veroh 6166.

Auk skattsins ber finnska launagreiðandanum að halda eftir 7% tryggingagjaldi af laununum, nema þú getir framvísað eyðublaðinu A1 frá heimalandi þínu.

Ekki þarf að skila inn skattframtali vegna launa sem skattlögð eru með endanlegum staðgreiðsluskatti.

Einstaklingar með takmarkaða skattskyldu geta óskað eftir að atvinnutekjur séu skattlagðar með þrepaskiftum skatti í stað staðgreiðsluskatti. Sé þess óskað er sótt um það á eyðublaðinu VEROH 6148 sem hægt er að sækja á vefsíðunni www.skatt.fi eða á skattstofunni.

Dvelur þú lengur en 6 mánuði í Finnlandi?

Dveljir þú í Finnlandi lengur en 6 mánuði samfleytt, telst þú bera fulla og ótakmarkaða skattskyldu í Finnlandi. Í slíku tilviki þarft þú að greiða almennan stighækkandi skatt sem ræðst af upphæð launanna.  Þú þarft að sækja um skattkort til finnskra skattyfirvalda og afhenda það launagreiðanda þínum.

Auk skattsins ber finnska launagreiðandanum að halda eftir 7% tryggingagjaldi af laununum, nema þú getir framvísað eyðublaðinu A1 frá heimalandi þínu.

Þú þarft að skila inn skattframtali í Finnlandi.

Skattlagning í heimalandinu:

Launin geta einnig verið skattskyld í heimalandinu, þess vegna verður þú að skila skattframtali vegna teknanna þar. Í framtalinu skalt þú gera grein fyrir þeim skatti sem dreginn var af þér í Finnlandi. Séu tekjurnar skattlagðar í heimalandinu, mun vera tekið tillit til þess að þú hefur þegar greitt skatt í Finnlandi. 

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð