Ótakmörkuð skattskylda

Hvað það inniber að vera með skattalega heimilisfesti í Noregi.

Ef þú ert með skattalega heimilisfesti í Noregi ert þú skattskyldur í Noregi af öllum eignum og tekjum án tillits til þess hvar eignin er staðsett eða hvar teknanna er aflað, í Noregi eða erlendis. Ákvæði í skattasamningum við önnur lönd geta valdið takmörkun á norskri skattálagningu.

Flestir tvísköttunarsamningar sem Noregur hefur gert við önnur lönd varða bæði eignir og tekjur. En m.a. norræni tvísköttunarsamningurinn varðar eingöngu tekjuskatt. Þess vegna verður þú að greiða skatt í Noregi af öllum eignum þínum þegar þú ert með skattalegt lögheimili í Noregi samkvæmt norskum reglum, jafnvel þó þú búir í öðru norrænu landi.

Frá og með árinu 2019 gilda nýjar reglur um skattlagningu launatekna vegna starfa sem fram fara í Noregi. Flestir þeirra sem koma til starfa í Noregi greiða 25% flatan skatt á brúttólaunatekjur. Ef þú ert ekki tryggður í norska almannatryggingakerfinu er skattprósentan 16,8%. Endanleg greiðsla skatta er þegar skatturinn er afdreginn og tilkynntur til skattyfirvalda af launagreiðandanum þínum. Þú átt ekki rétt á neinum frádrætti.

Þú getur valið um að greiða skatta samkvæmt almennum reglum af heildartekjum þínu í stað þess aðgreiða flatan skatt. Ef þú ert með launatekjur senm eru hærri en NOK 639.750 eða aðrar tekjur í Noregi svo sem vegna sjálfstæðrar starfsemi, átt þú alltaf að greiða skatta samkvæmt almennum reglum. Það sama gildir ef þú ert með fjármagnstekjur yfir tiltekinni fjárhæð.

Nánari upplýsingar um nýju regurnar, sjá skatteetaten.no/paye.

Skattlagning við flutning til Noregs.

Einstaklingur, sem yfir eitt eða fleiri tímabil dvelur í Noregi lengur en 183 daga á tólf mánaða tímabili, teist búsettur í Noregi með tilliti til skattálagningar. Sama á við um einstakling sem yfir eitt eða fleiri tímabil dvelur í Noregi lengur en 270 daga á 36 mánaða tímabili. Allir heilir almanaksdagar eða hlutar af þeim sem dvalið er í Noregi teljast með þegar fjöldi daga er reiknaður.

Ef þú dvelur lengur en 183 daga í Noregi á aðflutningsárinu ertu búsett(ur) frá fyrsta dvalardegi í Noregi með tilliti til skattlagningar. Ef dagarnir 183 skiptast milli tveggja tekjuára verðurðu búsettur í Noregi með tilliti til skattálagningar frá 1. janúar seinna árið. (Skattskylda þín verður takmörkuð fyrra árið. Það er að segja að þér er aðeins skylt að greiða skatta af tilteknum tekjum sem tengjast Noregi.)

Ef þú dvelur í Noregi lengur en 270 daga á 36 mánaða mánaða tímabili ertu með tilliti til skattlagningar búsett(ur) í Noregi frá 1. janúar það árið sem þú dvelur lengur en 270 daga. (Þér er skylt að greiða skatta að takmörkuðu leyti fyrr(i)a ári(n)ð.)

Hvenær er hætt að telja mann búsettan í Noregi með tilliti til skattlagningar

Aðeins þeir sem setjast að erlendis geta talist fluttir frá Noregi með tilliti til skattlagningar. Tímabundin dvöl erlendis bindur ekki enda á búsetu í Noregi með tilliti til skattlagningar.

Til þess að hægt sé að rifta búsetu í Noregi með tilliti til skattlagningar við brottflutning verður að sanna

  • að viðkomandi haf sest að erlendis,
  • að viðkomandi hafi ekki dvalið í Noregi yfir eitt eða fleiri tímabil sem reiknast fleiri en 61 dagar á tekjuárinu, og
  • að viðkomandi eða nánir vandamenn (maki, sambýlingur, yngri börn) ráði ekki yfir íbúð í Noregi.

Ef þú hefur búið skemur en 10 ár í Noregi fyrir tekjuárið þegar þú sest að erlendis lýkur búsetu í Noregi með tilliti til skattlagningar á því tekjuári þegar öllum þrem ofannefndum skilyrðum hefur verið fullnægt.

Ef þú hefur búið í Noregi í samtals 10 ár eða lengur fyrir tekjuárið þegar þú sest að má aðeins telja dvöl í Noregi lokið með tilliti til skattlagningar þegar lokið er þriðja tekjuári eftir það ár þegar þú settist að erlendis. Fyrir hvert hinna þriggja ára verður að fullnægja eftirfarandi kröfum:

  • dvölin í Noregi má ekki vera lengri en 61 dagur
  • þú sjálf(ur) eða vandamenn þínir (maki, sambýlingur, börn) mega ekki ráða yfir íbúð í Noregi.

Skilyrðið um að þú megir ekki ráða yfir íbúð í Noregi þýðir að hvorki þú né maki þinn, sambýlingur eða yngri börn mega eiga (beint eða óbeint), taka á leigu eða á annan hátt hafa rétt til að nota íbúð í Noregi. Yngri börn sem búa hjá fyrrum maka eða sambýlingi í Noregi teljast almennt ekki ráða yfir íbúð í Noregi.

Á hverju hinna þriggja ára verður þú að skila framtali og upplýsa hvort þú fullnægir skilyrðum þess að vera ekki lengur skattskyld(ur).