Býrð þú í öðru norrænu landi og starfar um borð í flugvél í Noregi?
Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi og er með ráðningarsamning í Noregi vegna starfa um borð í flugvél í eigu norræns flugfélag. Upplýsingarnar varða aðeins skattlagningu af þessum tekjum.
Skattlagning í Noregi
Launin eru undanþegin skattlagningu í Noregi. Þetta á bæði við um innanlandsflug sem og flug á alþjóðaleiðum.
Skattlagning í búsetulandinu
Launin eru skattskyld í búsetulandinu. Hafir þú fengið greidda dagpeninga vegna kostnaðar sem tengist vinnu þinni, á skattskyldur hluti dagpeningana að reiknast samkvæmt skattalögum búsetulandsins.
Þú átt að telja fram launin og móttekna dagpeninga á framtali í heimalandinu.
Almannatryggingar
Það eru í gildi sérstakar reglur sem kveða á um hvar þú skulir vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Tryggingastofnun í búsetulandinu eða NAV í Noregi til að fá nánari upplýsingar.