Býrð þú í Noregi og færð bætur úr almannatryggingum í öðru norrænu landi?

Þetta á við um þig sem býrð í Noregi og færð bætur frá almannatryggingum í öðru norrænu landi og fjalla einungis um skattlagningu bóta úr almannatryggingum. Ef þú þiggur lífeyri frá öðru norrænu landi, þá sjá Lífeyrisþegar.

Skattlagning í greiðslulandinu
Bætur úr almannatryggingum sem greiddar eru frá öðru norrænu landi, geta verið skattskyldar þar.

Skattlagning í Noregi
Þú átt að greiða skatt af bótunum í Noregi. Ef bæturnar hafa verið skattlagðar í greiðslulandinu, getur þú fengið frádrátt frá norskum skatti sem nemur þeirri upphæð sem greidd var í skatt af bótunum í hinu landinu (kreditfrádráttur). Frádrátturinn er takmarkaður við þann skatt sem Noregur leggur á erlendu tekjurnar.

Innborgun á skatti
Þeim sem greiðir út bæturnar ber ekki skylda til að skila staðgreiðslu af bótunum til norskra skattyfirvalda. Þú þarft þess vegna að biðja um nýtt norskt skattkort þar sem tillit er tekið til erlendu bótanna og hugsanlegs skatts sem greiddur hefur verið í útborgunarlandinu.
 

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð