Býrð þú í öðru norrænu landi og ætlar að vinna sem verktaki í Noregi?

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi og vinnur sem verktaki („enkeltpersonforetak) í Noregi. Upplýsingarnar eiga eingöngu við um skattlagningu tekna af þeirri starfsemi.

Skráning í Noregi

Skráning sem lögaðili / Fyrirtækjaskrá

Þeim aðilum sem ætla að reka verktakastarfsemi í Noregi („enkeltpersonforetak”) ber skylda til að skrá sig á Fyrirtækjaskrá (Register of Business Enterpises) ef þeir selja vörur („áframselja innkeyptar vörur”) eða eru með fleiri en fimm starfsmenn. Að öðru leyti er frjálst að skrá sig á Fyrirtækjaskrá.

Einstaklingar sem ekki ber skylda til að skrá sig í Fyrirtækjaskrá, geta skráð starfsemi sína í miðlæga lögaðilaskrá (Central Coordination Register for Legal Entities). Við skráningu fær viðkomandi kennitölu, s.k. „organisationsnummer” en hana er hægt að nota við gerð reikninga og til að opna norskan bankareikning. Verktaki sem á að vera á virðisaukaskattsskrá eða launagreiðandaskrá þarf að vera skráður lögaðilaskránna.

Þú átt að nota eyðublaðið „Coordinated Register Notification - Part 1 Main form“. Eyðublaðið er hægt að sækja á brreg.no/ eða panta frá „Brønnøysundregistrene í síma +47 75 00 75 00.

Skráning hjá skattyfirvöldum

Þú ættir að hafa samband við skattyfirvöld til að fá úr því skorið hvort þú er skattskyldur í Noregi.

Þú þarft að skrá þig á virðisaukaskattsskrá („Merverdiavgiftsregisteret) ef virðisaukaskattskyld starfsemi eða eigin not fara yfir NOK 50.000.

Sjá hér að neðan um greiðslu skatta og tryggingagjalds.  

Skattur

Skattlagning í Noregi

Föst starfstöð
Þú átt að greiða skatt í Noregi þegar verktakastarfsemin fer fram hjá fastri starfsstöð í Noregi. Það er bara sá hluti rekstrarteknanna sem verður til í þessari föstu starfsstöð sem má skattleggja í í Noregi. Skattlagningin fer fram samkvæmt norskum skattalögum.

Skilgreiningu á hugtakinu föst starfsstöð er að finna undir fyrirsögninni Almennar upplýsingar/föst starfsstöð

Ef þú hefur með höndum sjálfstæða persónulega starfsemi sem læknir, endurskoðandi, verkfræðingur eða ráðgjafi (s.k. sjálfstætt starfandi), ert þú einnig orðið skattskyldur í Noregi þegar þú hefur dvalið þar í meira en 183 daga á 12 mánaða tímabili. Þetta á við jafnvel þó að þú sért ekki með fasta starfsstöð þar.

Þú þarft að skila skattframtali í Noregi vegna þessara tekna.

Upplýsingar um skattprósentur er að finna undir fyrirsögninni Almennar upplýsingar/skattstigar.

Ekki föst starfsstöð
Ef þú ert ekki með fasta starfstöð fyrir verktakastarfsemina í Noregi, eða ef þú hefur dvalið í Noregi í styttri tíma en 183 daga á 12 mánaða tímabili (sjálfstætt starfandi), átt þú ekki að greiða skatt af verktakastarfseminni í Noregi.

Skattlagning i búsetulandinu

Allar rekstrartekjur, einnig þær sem aflað er í Noregi, á að skrá sem tekjur erlendis í framtali í búsetulandinu.

Hafir þú greitt skatt í Noregi, þarft þú að láta þess getið í framtalinu í búsetulandinu til að komast hjá tvísköttun.

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem kveða á um hvar þú skulir vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Tryggingastofnun í heimalandinu eða NAV Internasjonalt í Noregi til að fá nánari upplýsingar.

Skylda til að gera grein fyrir launum og skila inn staðgreiðslu

Skýrslur til norskra skattyfirvalda um starfsemi og starfsmenn

Hver sá sem felur einstaklingi eða fyrirtæki sem er heimilisfast erlendis, verkefni eða gerir við þá samning sem undirverktaka ber að gefa norskum skattyfirvöldum upplýsingar um samninginn. Skylda til að veita upplýsingar á við um öll verkefni sem fram fara í Noregi eða á norsku landgrunni ef verðmæti þess er meira en NOK 20.000. Erlenda verktakanum ber að gefa upplýsingar um all starfsmenn sem vinna við verkið.

Skylda til að veita upplýsingar hvílir á norskum og erlendum aðilum og opinberum stofnunum. Einstaklingar þurfa ekki að veita þessar upplýsingar. Upplýsingum skal skila að eyðublaði RF-1199 „Upplýsingar um verksamninga, verktaka og starfsmenn og upplýsingar um þá starfsmenn sem vinna við verkið á eyðublaði RF-1198 „Upplýsingar um starfsmenn. Hægt er að skila upplýsingunum rafrænt í Oppdrags- og arbeidsforholdsregisteret.

Nánari upplýsingar eru á skatteetaten.no.

Greiðsla skatta og tryggingargjalda

Á verktaka sem starfa tímabundið í Noregi er lagður fyrirfram álagður skattur af norskum skattyfirvöldum. Þú þarft að greiða skattinn hjá innheimtu alþjóðlegrar skattlagningar (International Tax Collection Office).

Ef þú ert með starfsmenn sem starfa í Noregi átt þú að halda eftir noskum skatti af tekjum launum vegna starfs í Noregi samkvæmt norskum reglum. Starfsmennirnir munu fá skattkort þar sem fram kemur hlutfall þess skatts sem halda ber eftir. Ef starfsmaðurinn hefur ekki fengið skattkort heldur þú eftir 50% skatti. Starfsmenn sem eru undanþegnir skattlagningu launatekna í Noregi geta sótt um undanþágu frá greiðslu staðgreiðsluskatts.

Þú átt einnig að greiða tryggingagjald launagreiðanda af launum vegna starfa sem fram fara í Noregi, nema starfsmennirnir hafi lagt fram EES eyðublaði A1 sem staðfestir að þeir séu tryggðir í heimalandinu.

Þér ber skylda til að greiða afdreginn skatt og tryggingagjaldið sex sinnum á hverju tekjuári. Afdregninn skattur og tryggingagjaldið á að greiða til innheimtu alþjóðlegrar skattlagningar (International Tax Collection Office).

Nánari upplýsingar eru á skatteetaten.no.

Tilkynning um greiðslur og starfsmenn

Tilkynnningar um greiðslur og starfsmenn til norskra skattyfirvalda, NAV og Hagstofu Noreges (SSB) eru gerðar í gegnum a-melding. Ef þú hefur greitt laun eða annað endurgjald fyrir vinnu eða verkefni þarft þú að skila a-melding í hverjum mánuði. A-melding skal senda eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir að greiðslur hafa farið fram.

Þetta á einnig við um greiðslur fyrir vinnu á norsku landgrunni, þar með talið vinnu um borð í skipum tengd verkefnum þar.

Ef þú hefur skilað upplýsingum um starfsmennina á eyðublaði RF-1198 þarft þú ekki að skla upplýsingum í gegnum a-melding. Þrátt fyrir það þarf þú að skila upplýsingum um laun, frádrætti , staðgreiðsluskatt og tryggingagjald launagreiðand í hverjum mánuði ef þú hefur greitt laun og haldið eftir staðgreiðsluskatti.

Nánari upplýsingar eru á skatteetaten.no.

Virðisaukaskattur

Í Noregi átt þú að greiða virðisaukaskatt á að greiða við sölu á flestum vörum og þjónustu. Almenna skatthlutfallið er 25 prósent.

Ef þú ert verktaki ber þér að skrá þig á Virðisaukaskattsskrá frá og með þeim tíma þegar greiðsluskyld velta eða eigin not fara yfir NOK 50.000. Frá þessum sama tíma ber viðkomandi einnig skylda til að innheimta og skila inn virðisaukaskatti. Sé það ljóst þegar við upphaf starfseminnar að veltan muni fara yfir NOK 50.000, getur viðkomandi verktaki skráð sig strax á virðisaukaskattsskrá, þannig að hægt sé frá því fyrsta krónan kemur inn að reikna virðisaukaskatt.

aðstoð við skráningu.

Upplýsingar um hver er virðisaukaskattsskyldur.

Nánari upplýsingar finnur á skatteetaten.no.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð