Danmörk
Ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Valmynd

Býrð þú í öðru norrænu landi og ætlar að vinna sem verktaki í Noregi?

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi og ætlar að vinna sem verktaki („enkeltpersonforetak") í Noregi og fjalla eingöngu um skattlagningu tekna af þeirri starfsemi.

Skráning í Noregi

Skráning sem lögaðili / Fyrirtækjaskrá

Þeim aðilum sem ætla að reka verktakastarfsemi í Noregi („enkeltpersonforetak") ber skylda til að skrá sig á Fyrirtækjaskrá („Foretaksregisteret") ef þeir selja vörur („áframselja innkeyptar vörur") eða eru með fleiri en fimm  starfsmenn. Að öðru leyti er frjálst að skrá sig á Fyrirrækjaskrá.

Þeir aðilar sem ekki ber skylda til að skrá sig á Fyrirtækjaskrá, geta skráð sig sem lögaðila („Enhetsregisteret"). Við skráningu sem lögaðili fær starfsemin sérstaka kennitölu, s.k. „organisationsnummer" en hana er hægt að nota við gerð reikninga og til að opna norskan bankareikning. Verktaki sem á að vera t.d. á  virðisaukaskattsskrá eða launagreiðandaskrá þarf að vera skráður sem lögaðili.

Þú átt að nota eyðublaðið „Samordnet Registermelding - Del 1 Hovedblankett". Eyðublaðið er hægt að sækja á brreg.no/ eða panta frá „Brønnøysundregistrene" í síma +47 75 00 75 00.

Skráning hjá skattyfirvöldum

Þú ættir að hafa samband við skattyfirvöld til að fá úr því skorið hvort þú er skattskyldur í Noregi.

Þú þarft að skrá þig á virðisaukaskattsskrá („Merverdiavgiftsregisteret") ef virðisaukaskattskyld starfsemi eða eigin not fara yfir NOK 50.000  

Skattur

Skattlagning í Noregi

Föst starfstöð
Þú átt að greiða skatt í Noregi þegar verktakastarfsemin fer fram hjá fastri starfsstöð í Noregi. Það er bara sá hluti rekstrarteknanna sem verður til í þessari föstu starfsstöð  sem má skattleggja í í Noregi. Skattlagningin fer fram samkvæmt norskum skattalögum.

Skilgreiningu á hugtakinu föst starfsstöð er að finna undir fyrirsögninni Almennar upplýsingar/föst starfsstöð.

Ef þú ert t.d. læknir, endurskoðandi, verkfræðingur eða ráðgjafi (s.k. sjálfstætt starfandi), verður þú skattskyldur í Noregi þegar þú hefur dvalið þar í meira en 183 daga á 12 mánaða tímabili. Þetta á við þó að þú sért ekki með fasta starfsstöð þar.

Þú verður að skila skattframtali í Noregi vegna þessara tekna.

Sjá hér að neðan um greiðslu skatta og tryggingagjalds.

Upplýsingar um skattprósentur er að finna undir fyrirsögninni Almennar upplýsingar/skattstigar.

Ekki föst starfsstöð
Ef þú ert ekki með fasta starfstöð fyrir verktakastarfsemina í Noregi, eða ef þú hefur dvalið í Noregi í styttri tíma en 183 daga á 12 mánaða tímabili (sjálfstætt starfandi), átt þú ekki að greiða skatt af verktakastarfseminni í Noregi.

Skattlagning í heimalandi

Allar rekstrartekjur, einnig þær sem aflað er í Noregi, á að skrá sem tekjur erlendis í framtali í heimalandinu.

Hafir þú greitt skatt í Noregi, þarft þú að láta þess getið í framtalinu í heimalandinu til að komast hjá tvísköttun.

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem kveða á um hvar þú skulir vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Tryggingastofnun í heimalandinu eða NAV Internasjonalt í Noregi (nav.no) til að fá nánari upplýsingar.

Skylda til að gera grein fyrir launum og skila inn staðgreiðslu

Skýrslur til norskra skattyfirvalda um starfsemi og starfsmenn

Ávalt skal skila inn skýrslum um alla starfsemi sem norsk eða erlend fyrirtæki eða opinberir aðilar fela verktökum sem búsettir eru erlendis, þegar starfsemin fer fram í Noregi

Það er líka skylda að skila inn upplýsingum um alla starfsmenn sem vinna við verkefnið.

Upplýsingunum ber að skila þegar umsamin greiðsla er NOK 10.000 eða hærri.

Upplýsingum um verkefnið og starfsmennina skal skila inn á eyðublaðinu RF-1199 „Opplysninger om kontrakt, oppdragstaker og arbeidstakere". Einnig er hægt að skila upplýsingunum rafrænt á altinn.no. Eyðublöðin er líka hægt að prenta út beint af síðunni skatteetaten.no eða panta þau frá Skatteetaten - Sentralskattekontoret for utenlandssaker.

Misbrestur á að skila inn upplýsingum, getur leitt til sekta eða annarra viðurlaga auk ábyrgðar á greiðslu skatta og tryggingagjalds sem verktaki hefur ekki staðið skil á.

Greiðsla skatta og tryggingargjalda

Verktakar sem starfa tímabundið í Noregi fá fyrirmæli um skil á staðgreiðslu (forskuddsskatt) frá  Skatteetaten - Sentralskattekontoret for utenlandssaker. Skattinn á að greiða til „Skatteetaten - Skatteoppkrever utland".   

Verktaki sem er með starfsmenn á sínum vegum við vinnu í Noregi, á að draga norskan skatt af launum þeirra vegna vinnunnar í Noregi og skal það gert samkvæmt norskum lögum.  Starfsmennirnir fá útgefið skattkort þar sem fram kemur hve mikinn skatt á að draga af þeim. Hafi launagreiðandinn ekki fengið skattkortið afhent, skal hann draga 50% skatt af laununum. Starfsmenn sem ekki eiga að greiða skatt af launum sínum í Noregi, geta sótt um undanþágu á staðgreiðsluskatti.

Það á einnig að greiða tryggingagjald af launum fyrir vinnu sem innt er af hendi í Noregi, nema starfsmaðurinn leggi fram Eyðublaðið E-101, sem sýnir að hann sé  sjúkratryggður í heimalandinu.

Launagreiðandanum ber skylda til að gera grein fyrir og skila inn afdregnum skatti og tryggingagjaldi annan hvern mánuð eða 6 sinnum á tekjuárinu. Afdregnum skatti og tryggingagjaldi á að skila inn til Skatteetaten - Skatteoppkrever utland.

Skylda til að skila launamiðum

Verktaki með starfsmenn á sínum vegum við vinnu í Noregi, á að skila inn launamiðum („lønns- og trekkoppgaver") sem sýna greidd laun ofl. vegna vinnu í Noregi. Upplýsingarnar á að senda skattyfirvöldum fyrir 20. janúar árið eftir tekjuárið.  

Upplýsingaskylda til Vinnumálastofnunnar - NAV Arbeidsgiver- og arbeidstakerregisteret (Aa-registeret)

Þeir starfsmenn sem ekki hefur verið upplýst um til  till Skatteetaten - Sentralskattekontoret for utenlandssaker, verður að skrá hjá Arbeidsgiver- og arbeidstakerregisteret (NAV Aa-registeret). Nánari upplýsingar er að finna á www.nav.no

Virðisaukaskattur

Virðisaukaskatt á að greiða við sölu á flestum vörum og þjónustu. Almenna skatthlutfallið er 25 prósent.

Verktaka ber að skrá sig frá og með þeim tíma þegar greiðsluskyld velta eða eigin not fara yfir NOK 50.000. Frá þessum sama tíma ber viðkomandi einnig skylda til að innheimta og skila inn virðisaukaskatti. Sé það ljóst þegar við upphaf starfseminnar að veltan muni fara yfir NOK 50.000, getur viðkomandi verktaki skráð sig strax á virðisaukaskattsskrá, þannig að hægt sé frá því fyrsta krónan kemur inn að innheimta og skila inn skattinum.  

Þú finnur hjálp með skráninguna hér altinn.no/no/hjelp-til-regelverk/starte-bedrift/registrering/mva/registrering

Um hver er virðisaukaskattsskyldur, sjá altinn.no/no/hjelp-til-regelverk/starte-bedrift/registrering/mva/plikt

Nánari upplýsingar finnur þú hér skatteetaten.no/no/Bibliotek/Publikasjoner/Brosjyrer-og-boker/Merverdiavgift---Veiledning-til-naringsdrivende-/

Veldu hitt landi­ hÚr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð
Valmynd
 
Logo