Býrð þú í öðru norrænu landi og átt hlutabréf o.þ.h. í Noregi?

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi og átt hlutabréf í norsku félagi eða eignarhlut í norskum hlutabréfasjóði og fjalla einungis um tekjur af hlutabréfum og eignarhlutum í hlutabréfasjóðum.

Arður og úthlutun úr hlutabréfasjóði:

Skattlagning í Noregi

Arðsúthlutun frá norsku félagi má skattleggja í Noregi og sama gildir um  úthlutun úr hlutabréfasjóði.

Félagið dregur skattinn af við  útgreiðslu arðsins og greiðir til skattyfirvalda. Þú þarft ekki að skila skattframtali til norskra skattyfirvalda.

Skatturinn fer eftir ákvæðum tvísköttunarsamnings Norðurlandanna og takmarkast við15%.

Samkvæmt norskum reglum er það einungis sá hluti af arðinum sem fer yfir ákveðna hámarksfjárhæð sem er skattskyldur (þ.e. sem fer yfir reiknaða fjárhæð áhættulausrar ávöxtunar af upphafsverðinu). Fjárhæð áhættulausrar ávöxtunar reiknast fyrir hvert hlutabréf/eignarhlut pr. 31. desember á tekjuárinu og segir til um hvað mikinn arð má móttaka án þess að greiða af honum skatt.

Ef skatturinn sem reiknast eftir norsku reglunum (25% af úthlutuninni sem fer yfir hámarksfjárhæðina) er lægri en 15% af heildarúthlutun (reiknað pr. hlutabréf), getur þú farið fram á að fá norska skattinn endurgreiddan. Þú getur einnig farið fram á endurgreiðslu á ofgreiddum skatti hafi félagið dregið af þér hærri skatt enn 15%. Endurgreiðslubeiðni sendist til Skatteetaten, Postboks 9200 Grønland, N-0134 Oslo.

Þú verður sjálfur að leggja fram þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir skattyfirvöld til að ákvarða um rétt þinn til endurgreiðslu.

Skattlagning í heimalandinu

Arðsúthlutun frá norsku félagi er einnig skattskyld í heimalandi þínu. Til að koma í veg fyrir tvísköttun þarft þú að fara fram á frádrátt í heimalandinu sem nemur skattgreiðslunni í Noregi (kreditfrádrátt).

Söluhagnaður af arði og eign í hlutabréfasjóði

Ef þú hefur aldrei búið í Noregi er söluhagnaður af sölu hlutabréfa í norsku félagi ekki skattskyldur þar. Sama á við um hagnað af sölu eignarhluta í norskum hlutabréfasjóði. Skattlagningin fer fram í heimalandi þínu og eftir þeim reglum sem þar gilda.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð