Býrð þú í öðru norrænu landi og átt fasteign í Noregi?

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi og átt fasteign í Noregi. Með fasteign er hér átt við íbúðarhús, íbúð eða sumarhús.

Skattlagning í Noregi

Ef þú átt heima í öðru norrænu landi og átt fasteign í Noregi ert þú með takmarkaða skattskyldu í Noregi vegna fasteignarinnar og tekna af henni.

Fasteign og tekjur af henni eru ákvarðaðar á sama hátt og ef eigandinn ætti skattalega heimilisfesti í Noregi. Einstaklingar sem búsettir eru utan Noregs eru skttlagðir í flokki 0 og eiga ekki rétt á persónuafslætti.

Ef þú ert búsettur erlendis og átt fasteign í Noregi færð þú norskt skattframtal. Ef þú ert með skattskyldar leigutekjur þarft þú að skila skattframtali með upplýsingum um tekjurnar. Frestur er til 30. apríl eftir tekjuárið. Ef þér berst ekki skattframtal átt þú að hafa samband við Skatteetaten.

Eign

Skattyfirvöld ákvarða verðmætamat fasteignar. Það verðmat verður skattskyld eign.

Verðmætamat af íbúðarhúsnæði í Noregi er ákveðið á mismunandi hátt allt eftir því hvort um er að ræða fastan dvalarstað, annan dvalarstað eða sumarhús.

Ef húsnæðið er fastur dvalarstaður, er hann verðmetinn sem 25 prósent af áætluðu markaðsverði. Þetta verðmat getur þú fundið út með því að setja inn upplýsingar um húsnæðið í framtalið eða í húsnæðisreiknivélina á skatteetaten.no.

Að jafnaði telst fastur dvalarstaður það húsnæði sem þú hefur heimili í þitt við árslok. Einungis er hægt að vera með einn fastan dvalarstað. Ef þú ert með fastan dvalarstað í öðru norrænu landi, mun húsnæði þitt í Noregi ekki vera talinn fastur dvalarstaður samkvæmt norskum reglum.

Ef eignin í Noregi er svokallaður annar dvalarstaður, en ekki sumarhús, er hún verðmetin sem 90 prósent af áætluðu markaðsverði. Þetta verðmat finnur þú á sama hátt og með fastan dvalarstað. Annar dvalarstaður telst vera annað húsnæði en fastur dvalarstaður, t.d. húsnæði sem þú dvelst í um tíma vegna vinnu, húsnæði sem þú leigir út og heilsárshúsnæði sem er nýtt sem sumarhús. Þetta á einnig við þegar þú sjálfur notar það sem sumarhús.

Til sumarhúsa teljast dæmigerðar „hytter“ (skálar), sumarhús og íbúðarsamstæður sem byggðar eru til að nota eingöngu sem frístundahúsnæði. Nýtt frístundahúsnæði á ekki að verðmeta hærra en 30 prósent af kostnaðarverði fyrir hús og lóð eða 30 prósent af markaðsvirði eignarinnar. Kaupir þú notað frístundahúsnæði, fylgir því það verðmætamat sem var á eigninni við kaupin.

Verðmætamat á sumarhúsum er heimilt að uppreikna árlega. Þetta er ákveðið á hverju ári. Það á ekki að gera neina almenna uppreikninga af verðmætamatinu frá 2020 til 2021.

Þú getur óskað eftir því að verðmætamat fasts dvalarstaðar verði lækkað í 25% af skráðu markaðsverði eignarinnar. Varðandi annan dvalarstað getur þú óskað eftir að verðmætamat verði lækkað í 90% af skráðu markaðsverði eignarinnar. Verðmætamat sumarhúsa er hægt að lækka ef það er hærra en 30% af skráðu markaðsvirði eignarinnar.

Ef þú átt fasteign í Noregi getur þú almennt óskað eftir frádrætti vegna skulda sem tengist fasteigninni. Ef fasteignin er annar dvalarstaður og verðmæti hann er 90% af markaðsvirði, færð þú lækkun vegna skulda. Nánari upplýsingar eru á skatteetaten.no.

Tekjur

Tekjur vegna leigu á fasteign eru í grundvallaratriðum skattskyldar.

Tekjur af útleigu eigin íbúðarhúsnæðis í 30 daga eða lengur eru skattfrjálsar þegar þú:

  • leigir út allt að helminginn af húsnæðinu ef reiknað er samkvæmt leigumati eða
  • leigir út stærri hluta af húsnæðinu eða meirihluta þess fyrir allt að NOK 20.000 á tekjuárinu.

Ef þú leitir út allt eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði lengur en 30 daga eru tekjurnar skattskyldar samkvæmt staðlaðri aðferð. Leigutekjurnar allt að NOK 10.000 eru skattfrjálsar og af fjárhæð umfram þá fjárhæð eru 85% af henni skattskyldar tekjur. 30 daga tímabilið takmarkast við sérhverja útleigu. 10.000 fjárhæðarmörkin gilda fyrir húsnæðið á öllu tekjuárinu en ekki vegna hverrar útleigu. Nánar upplýsingar finnur þú á skatteetaten.no.

Við útleigu á sumarhúsi sem þú almennt notar í orlofi eða frítíma eru fyrstu NOK 10.000 af leigutekjunum skattfrjálsar. Ef leigutekjurnar eru umfram NOK 10.000 eru 85 prósent af umframfjárhæðinni skattskyldar tekjur

Ef húsnæðið í Noregi er hvorki fastur dvalarstaður þinn eða sumarbústaður skal það sæta „regnskapslikning“. Það þýðir að nettótekjurnar af húsnæðinu, þ.e. munurinn á leigutekjum og raunverulegum rekstrar- og viðhaldsútgjöldum, skulu skattlagðar. Ef þú ert með skattskyldar leigutekjur, verður þú að senda inn framtal með upplýsingum um skattskyldar tekjur. 

Ef þú átt fasteign í Noregi getur þú óskað eftir frádrætti vegna vaxta af þeim skuldum sem tengjast fasteigninni. Veðskuldir sem stofnað er til og þinglýstar eru við kaup á fasteigninni eða seinni kostnaður af fasteigninni, eru að jafnaði taldar nægilega tengdar fasteigninni.

Hagnaður af sölu

Hagnaður af sölu á fasteign í Noregi er í grundvallaratriðum skattskyldur í Noregi. 

Hagnaður af sölu á eigin húsnæði er skattfrjáls ef þú hefur átt húsnæðið lengur en eitt ár og hefur notað það til íbúðar í minnst eitt ár á síðustu tveim árum fyrir söluna.

Hagnaður af sölu á sumarsbústað er skattfrjáls ef þú hefur átt sumarbústaðinn lengur en fimm ár og hefur notað hann sem eigin sumarbústað í minnst fimm ár af síðustu átta árum fyrir söluna.

Frádráttur vegna taps er einungis heimill þegar hugsanlegur hagnaður hefði verið skattskyldur.

Fasteignaskattur

Í sumum sveitarfélögum í Noregi greiðir þú eignarskatt til sveitarfélagsins. Í einstaka sveitarfélögum er eignarskattur á eigið húsnæði og annan dvalarstað ákvarðaður á grundvelli markaðsvirði sem er notað við að ákvarða verðmætamat á húsnæði. Nánari upplýsingar um eignarskatt finnur þú á skatteetaten.no.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð