Býrð þú í Noregi og átt fasteign í öðru norrænu landi

Þetta á við um þig sem býrð í Noregi og átt fasteign í öðru norrænu landi.

Skattlagning í Noregi

Fasteign í öðru norrænu landi er skattskyld í Noregi

Í Noregi eru bæði verðmæti eignarinnar og tekjurnar ákvarðaðar samkvæmt norskum reglum án tillits til þess hvernig eignin er skattlögð erlendis.

Eign

Alltaf þar að ákvarða norskt verðmætamat vegna fasteignar erlendis. Vegna íbúðarhúsnæðis og sumarbústaða sem norskt verðmætamat hefur ekki verið ákvaðað áður, er það að hámarki 30% af markaðsvirði fasteignarinnar erlendis eða 30% af byggingakostnaði að lóð meðtaldri. Hægt er að gera árlegar prósentuleiðréttingar vegna íbúðarhúsnæðis og sumarbústaða. Ekki er hægt að leiðrétta verðmætamatið fyrir árin 2020 og 2021.

Þú getur farið fram á að verðmætamat eignar erlendis verði lækkað ef það er hærra en 30% af skráðu markaðsvirði fasteignarinnar. 

Verðmætamatið er lagt til grundvallar við skattlagningu eigna.

Ef þú átt fasteign eða aðrar eignir (t.d. hlutabréf) sem eru metin lægra en 100% af markaðsvirði, getur þú fengið lækkun vegna skulda. Þú finnur nánari upplýsingar á skatteetaten.no.

Fasteignarmat sem ákvarðað er af skattyfirvöldum í landinu þar sem eigin er staðsett skal ekki lagt til grundvallar við álagningu í Noregi.

Tekjur

Leigutekjur af fasteign erlendis eru skattskyldar í Noregi samkvæmt sömu reglum og gilda um útleigu fasteigna í Noregi.

Ef leigutekjurnar eru að öllu leyti eða að hluta skattfrjálsar samkvæmt norskum reglum, getur þú ekki fengið frádrátt vegna kostnaðar sem tengist útleigunni. Þú getur heldur ekki fengið frádrátt vegna skatta sem greiddir eru í landinu þar sem fasteignin er. Það gildir bæði um eignaskatt og almennan tekjuskatt.

Ef fasteignin erlendis er „regnskapsbehandlet“ í Noregi, þ.e.a.s. nettóleigutekjurnar eru skattskyldar, getur þú ekki fengið frádrátt vegna kostnaðar sem tengist útleigunni og vegna eignaskatts erlendis. Ef þú hefur greitt venjulegan tekjuskatt af leigutekjum af fasteigninni í hinu landinu getur þú krafist lækkunar á norskum skatti vegna tekjuskatts sem greiddur var í hinu landinu (kreditfrádráttur). Frádrátturinn er takmarkaður við þann skatt sem Noregur leggur á erlendu tekjurnar.

Þú getur ekki fengið frádátt frá norskum skatti af eftirfarandi erlendum sköttum:

Danmörk:  Ejendomsværdiskat

Finnland:  Fastighetsskatt

Svíþjóð:  Kommunal fastighetsavgift 

Þú átt rétt á fullum frádrætti vegna vaxta við álagningu í Noregi, þó þú eigir fasteign í öðru norrænu landi. Þetta á líka við um vexti sem tengjast erlendu fasteigninni jafnvel þó lánið hafi verið tekið í erlendum banka.

Hagnaður af sölu

Hagnaður af sölu fasteignar í öðru norrænu landi er skattskyldur í Noregi samkvæmt sömu reglum og gilda um sölu af fasteign í Noregi. Tap af sölu fasteignar í öðru norrænu landi er frádráttarbært ef söluhagnaðurinn hefði verið skattskyldur.

Hagnaðurinn er einnig skattskyldur í því landi þar sem fasteignin er staðsett, í samræmi við gildandi reglur í því landi.

Ef hagnaðurinn er skattlagður í Noregi, getur þú farið fram á frádrátt frá norskum skatti vegna þess skatts sem þú greiddir af hagnaðinum erlendis (kreditfrádráttur). Frádrátturinn er takmarkaður við þann skatt sem Noregur leggur á erlendu tekjurnar.

Ef þú hefur átt og nýtt eignina nógu lengi til að uppfylla skilyrðin um skattfrjálsan hagnað við sölu, er hagnaðurinn skattfrjáls í Noregi. Þá getur þú ekki krafist frádráttar vegna skatta sem þú hefur greitt af hagnaðinum í því landi þar sem eignin er staðsett. Og þú getur þá ekki heldur krafist frádráttar vegna taps.

Þar sem hinn skattskyldi hagnaður er reiknaður bæði samkvæmt reglum sem gilda í landinu sem fasteignin er staðsett í og samkvæmt norskum reglunum, verða fjárhæðirnar sem skattskyldar eru í Noregi og í hinu landinu ekki þær sömu.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð