Býrð þú í einu Norðurlandanna og færð ellilífeyri eða örorkubætur frá Noregi?

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi en færð ellilífeyri eða örorkubætur frá Noregi. Þær taka einungis til skattlagningar af norsku lífeyristekjunum og örorkubótunum.

Ef þú færð aðrar bætur en ellilífeyri eða örorkubætur frá Noregi, sjá Almannatryggingar.

Skattlagning í Noregi

Þú átt að greiða skatt af lífeyrinum í Noregi. Þetta gildir óháð því hvort lífeyrinn er greiddur út af almannatryggingum (NAV), fyrrverandi vinnuveitanda, norskum lífeyrissjóði eða öðrum aðilum í Noregi.

Þú átt einnig að greiða skatt í Noregi af örorkubótum frá almannatryggingum (NAV) og örorkubótum frá lífeyristryggingum (IPA og IPS).

Þú getur sótt um undanþágu frá skatti í Noregi ef þú færð örorkubætur frá öðrum opinberum sjóðum en almannatryggingum og örorkubótum frá séreignasjóðum og öðrum einkareknum sjóðum (sem ekki eru lífeyrir).

Aðilar með skattalega heimilisfesti í Noregi

Ef þú hefur flutt frá Noregi, en heldur ennþá skattalegri heimilisfesti í Noregi samkvæmt norskum lögum, á að skattleggja lífeyrinn og skattskyldar örorkubætur eftir sömu reglum og gilda fyrir einstakling sem býr í Noregi.

Aðilar með takmarkaða skattskyldu

Hafir þú flutt skattalega heimilisfesti frá Noregi eða ef þú hefur aldrei búið í Noregi, átt þú að jafnaði að greiða 15% skatt af brúttó lífeyri og skattskyldum örorkubótum. Sá sem greiðir út lífeyri eða skattskyldar örorkubætur í Noregi á að draga frá skatt áður en lífeyrinn eða örorkubæturnar eru greiddar til þín. Þú færð norskt skattframtal.

Þú getur átt kröfu á lægri skatti en 15% þegar að minnsta kosti 90% af tekjum þínum eru skattskyldar í Noregi.

Þú getur einnig átt kröfu á lækkun á norska skattinum ef

  • þú bjóst í öðru norrænu landi og starfaðir í Noregi þegar þú öðlaðist rétt til lífeyris/örorkubóta frá Noregi og
  • þú ert með of lágar tekjur í búsetulandinu til að geta nýtt rétt til persónufrádráttar þar

Nánari upplýsingingar eru á „Kildeskatt - Personer bosatt i et EØS-land" á skatteetaten.no.

Ellilífeyrir og örorkubætur frá séreignasjóðum og öðrum einkareknum sjóðum eru skattfrjálsar í Noregi hafir þú ekki áunnið þér lífeyrisréttindi í norsku almannatryggingunum.

Nánari upplýsingingar eru á „Kildeskatt på pensjon og uføreytelser" á skatteetaten.no.

Tryggingagjald

Ef þú ert eingöngu með lífeyri/örorkubætur frá opinberum aðilum í Noregi, átt þú að greiða tryggingagjald af lífeyrinum/örorkubótunum í Noregi. Hafir þú annan lífeyri/örorkubætur að auki, verður þú að hafa samband við NAV til að fá úr því skorið hvort þú átt að greiða tryggingagjald í Noregi.

Tryggingagjaldið á ellilífeyri er 5,1%. Tryggingagjaldið á örorkubótum og öðrum örorkulífeyri er 8,2%

Skattlagning í heimalandinu

Lífeyrinn/örorkubæturnar geta einnig verið skattskyldar í landinu sem þú býrð í. Ef þú ert skattlagður bæði í Noregi og í landinu sem þú býrð í, er það heimalandið sem þarf að gæta þess að lífeyrinn/örorkubæturnar verði ekki tvískattaðar. Þú skalt þessvegna alltaf upplýsa um tekjur frá Noregi á framtali í heimalandi þínu.

Hefur þú spurningar um rétt til ellilífeyris/örorkulífeyris frá Noregi?

Ef þú hefur spurningar um rétt til ellilífeyris/örorkulífeyris frá Noregi, verður þú að hafa samband við NAV varðandi ellilífeyri og örorkulífeyri frá almannatryggingum eða við þá sem á að greiða út elli-  eða örorkulífeyrinn.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð