Býrð þú í Noregi og færð ellilífeyri frá einhverju hinna Norðurlandanna?

Þetta á við um þig sem býrð í Noregi en færð ellilífeyri frá öðru norrænu landi. Þær taka einungis til skattlagningar af erlendu ellilífeyristekjunum.

Ef þú færð aðrar bætur en ellilífeyri frá öðru norrænu landi, sjá Almannatryggingar.

Skattlagning í Noregi

Lífeyrir frá öðru norrænu landi er skattskyldur í Noregi. Þú átt að færa allan lífeyrinn frá hinu landinu sem skattskyldar tekjur á norska skattframtalið. Þetta gildir jafnvel þó þú hafir greitt skatt af lífeyrinum í greiðslulandinu.

Þú getur krafist frádráttar frá norska skattinum vegna þess skatts sem þú hefur greitt í hinu landinu (kreditfradrag). Frádrátturinn er takmarkaður við þann skatt sem Noregur leggur á erlendu tekjurnar.

Mundu að varðveita kvittanir sem staðfestir að þú hafir greitt skatt af lífeyrinum erlendis þannig að þú getir sent þær inn  til skattstofunnar ef þú verður beiðinn um það.

Tryggingagjald

Ef þú hefur lífeyrir frá opinberum aðila í öðru norrænu landi (og ekki lífeyrir frá norskum opinberum aðila) átt þú ekki að greiða tryggingargjald af erlenda lífeyrinum í Noregi. Hafir þú annan lífeyrir að auki, verður þú að hafa samband við NAV til að fá úr því skorið hvort þú átt að greiða tryggingagjald í Noregi.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð