Danmörk
Ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Valmynd

Býrð þú í  einu Norðurlandanna en starfar i Noregi ?

Þetta á við um þig sem ert búsett(ur) annars staðar á Norðurlöndunum og vinnur í einkafyrirtæki í Noregi. Upplýsingarnar varða einungis skattlagningu atvinnutekna.

Upplýsingarnar varða ekki opinbera starfsmenn, sjómenn, flugstarfsmenn eða starfsmenn á olíuborpöllum.

Meginregla - skattur í landinu þar sem unnið er

Ef þú átt heima annars staðar á Norðurlöndum og vinnur í Noregi áttu að greiða skatt af tekjunum í Noregi þegar:

Þú verður að hafa norskt skattkort og vinnuveitanda þínum er skylt að draga af tekjum þínum staðgreiðsluskatt og greiða til skattyfirvalda.

Þú ert skattlagður/skattlögð samkvæmt venjulegum norskum skattareglum. Í Noregi er enginn sérstakur skattur fyrir einstaklinga sem dvelja um skamma hríð vegna atvinnu.

Þér er skylt að skila inn framtali. Ef þú starfar fyrir norskan vinnuveitanda áttu að skila framtalinu til þeirrar skattstofu sem hefur gefið út skattkortið. Ef þú starfar fyrir erlendan vinnuveitanda sem stundar tímabundna starfsemi í Noregi áttu að skila framtalinu til aðalskattstofunnar varðandi erlend málefni.

Undantekning - einungis skattur í landinu þar sem þú átt heima

Ef þú ert send(ur) til starfa af vinnuveitanda í heimalandi þínu og starfar í Noregi að hámarki 183 daga á 12 mánaða tímabili áttu að greiða skatt af tekjunum einungis í því landi þar sem þú átt heima. Það er skilyrði að vinnuveitandi hafi ekki fasta starfsstöð í Noregi og að þetta sé ekki starfsmannaleiga. Sama á við ef vinnuveitandinn er frá öðru landi en Noregi eða landinu þar sem þú átt heima.

"Landamærastarfsmenn"

"Landamærastarfsmenn" eru einstaklingar sem eiga heima í sveitarfélagi við landamærin í Svíþjóð eða Finnlandi og starfa í sveitarfélagi í Noregi. Sérstakar reglur gilda um slíka starfsmenn. Ef þú ert slíkur starfsmaður áttu einungis að greiða skatt af atvinnutekjum í því landi þar sem þú átt heima. Það er skilyrði að þú dveljist reglulega að minnsta kosti tvo sólarhringja (með gistingu) á föstum dvalarstað þínum í Svíþjóð eða Finnlandi.

Nýja brúin við Svinesund

Ef þú átt heima í Svíþjóð og starfar við byggingu, viðhald og rekstur nýju brúarinnar við Svinesund áttu einungis að greiða skatt í Svíþjóð þótt þú stundir vinnuna í Noregi.

Veldu hitt landi­ hÚr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð
Valmynd
 
Logo