Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur í Noregi fyrir einkaaðila?

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi og vinnur í Noregi fyrir einkaaðila. Upplýsingarnar varða eingöngu skattlagningu launatekna þinna.

Upplýsingarnar eiga ekki við þig sem vinnur hjá opinberum aðila, vinnur sem sjómaður, vinnur um borð í flugvél, vinnur á norsku landgrunni eða hefur tekjur sem lista- eða íþróttamaður.

Vinnuveitandi þinn er frá Noregi

Þú átt að greiða skatt af launatekjum þínum í Noregi.  Til eru ákveðnar undantekningar, sjá hér að neðan undir „sérreglur“.

Hve háan skatt þú greiðir veltur á hvort þú er skattlagður með almennu skattþrepi eða með fastri prósentu á heildarlaunatekjur þínar, sjá Skattþrep. Reglur um útreikning skatta fyrir aðila sem eru búsettir í Noregi, sjá Dæmi um skattaútreikning.

Nánari upplýsingar um hvenær þú getur greitt fasta prósentu af heildarlaunatekjum eru á skatteetaten.no/paye.

Vinnuveitandi þinn er frá öðru landi en Noregi

Þú átt að greiða skatt af launatekjunum í  Noregi ef eitt eða fleiri af eftirtöldum skilyrðum eru uppfyllt:

  • þú dvelur lengur en 183 daga í Noregi á 12 mánaða tímabili
  • vinnuveitandi þinn er með fasta starfsstöð í Noregi
  • þú ert leigður út til fyrirtækis sem er skráð eða með fasta starfsstöð í Noregi.

Þú átt að einngöngu að greiða skatt í heimalandinu ef ekkert af ofannefndum skilyrðum eru uppfyllt. Til eru ákveðnar undantekningar, sjá hér að neðan undir „sérreglur“.

Sérreglur

Landamærareglan (grensegjengere)

Ef þú býrð í sveitarfélagi í Svíþjóð eða Finnlandi sem liggur við landamæri Noregs og vinnur í norsku sveitarfélagi sem liggur að landamærum þess lands sem þú býrð í, eiga reglur fyrir landamærabúa við um þig. Reglur fyrir landamærabúa fela í sér að þú greiðir skatt af laununum í búsetulandinu. Forsendan er að þú heimsækir  lögheimili þitt í búsetulandinu minnst tvo daga í viku með einnar nætur dvöl.

Nýja Svínasundsbrúin

Ef þú býrð í Svíþjóð og starfar við viðhald og rekstur nýju Svínasundsbrúarinnar greiðir þú eingöngu skatt af launatekjunum í Svíþjóð, jafnvel þó vinnan fari fram í Noregi.

Stjórnarlaun

Þú átt að greiða skatt í Noregi ef þú býrð í öðru norrænu landi og færð greiðslu vegna stjórnarvinnu (stjórnarlaun) í norsku félagi. Þarna skiptir ekki máli hvar vinnan fór fram.

Tekjurnar geta einnig verið skattskyldar í búsetulandinu og þú verður að upplýsa um tekjurnar á skattframtali í búsetulandinu. Verði stjórnarlaunin skattlögð bæði í Noregi og búsetulandinu, er það búsetulandið sem koma á í veg fyrir tvísköttun.

Almannatryggingar

Það eru sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við tryggingastofnun í heimalandinu eða NAV í Noregi til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð