Skattþrep 2019

Einstaklingar með lögheimili á Íslandi (með ótakmarkaða skattskyldu):

Staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars á launatekjur er þrepaskipt og er reiknast með eftirfarandi prósentu:

Af mánaðartekjum upp að 927.087 kr. 36,94%
Af mánaðartekjum yfir 927.088 kr. 46,24%

Þessi útreikningur getur tekið einhverjum breytingum við endanlega álagningu skatta, þar sem útsvarsprósenta sveitarfélaga er mishá.

Fjárhæðirnar eiga við um launatekjur eftir að iðgjald í lífeyrissjóð hefur verið dregið frá tekjuskattstofni, en það er frádráttarbært.

Frá reiknuðum skatti dregst síðan persónuafsláttur, sem er 56.447 kr á mánuði eða 677.358 kr. á ári.

Sé persónuafslátturinn fullnýttur allt árið, er hvorki tekjuskattur né útsvar greitt af tekjum undir 1.833.672 kr. á ári. Sú upphæð kallast skattleysismörk.

Börn undir 16 ára greiða 6% skatt af tekjum umfram 180.000 kr. á ári.

Einstaklingar á aldrinum 16 - 69 ára sem hafa heildartekjur yfir ákveðinni fjárhæð, þurfa að greiða Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og Útvarpsgjald. Fjárhæðin er ákveðin við lok tekjuársins og kemur til greiðslu á álagningarári. 

Skattur af fjármagnstekjum einstaklinga er 22% af þeim fjármagnstekjum sem fara yfir 150.000 kr. á ári. Fjármagnstekjuskattur af brúttó leigutekjum er einnig 22%, en aðeins 50% af brúttó leigutekjum eru skattskyldar ef um er að ræða leigu á eigin húsnæði.

Sveitarfélögin innheimta fasteignaskatt sem er visst hlutfall af fasteignamati húss og lóðar. Hlutfallsprósentan er ákveðin af því sveitarfélagi sem eignin er staðsett í.
 

Einstaklingar sem eru ekki með lögheimili á Íslandi (með takmarkaða skattskyldu):

Staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars á launatekjur er þrepaskipt og er reiknast með eftirfarandi prósentu:

Af mánaðartekjum upp að 927.087 kr. 36,94%
Af mánaðartekjum yfir 927.088 kr. 46,24%

Þessi útreikningur getur tekið einhverjum breytingum við endanlega álagningu skatta, þar sem útsvarsprósenta sveitarfélaga er mishá.

Fjárhæðirnar eiga við um launatekjur eftir að iðgjald í lífeyrissjóð hefur verið dregið frá tekjuskattstofni, en það er frádráttarbært.

Persónuafsláttur er 1.855 kr. á dag og er reiknaður miðað við dvalartíma á landinu.

Þeir sem eru með takmarkaða skattskyldu (erlendis búsettir) eiga ekki að greiða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra eða útvarpsgjald.

 

Skattþrep 2018

Einstaklingar með lögheimili á Íslandi (með ótakmarkaða skattskyldu):

Staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars á launatekjur er þrepaskipt og er reiknast með eftirfarandi prósentu:

Af mánaðartekjum upp að 893.713 kr. 36,94%
Af mánaðartekjum yfir 893.714 kr. 46,24%

Þessi útreikningur getur tekið einhverjum breytingum við endanlega álagningu skatta, þar sem útsvarsprósenta sveitarfélaga er mishá.

Fjárhæðirnar eiga við um launatekjur eftir að iðgjald í lífeyrissjóð hefur verið dregið frá tekjuskattstofni, en það er frádráttarbært.

Frá reiknuðum skatti dregst síðan persónuafsláttur, sem er 53.895 kr á mánuði eða 646.739 kr. á ári.

Sé persónuafslátturinn fullnýttur allt árið, er hvorki tekjuskattur né útsvar greitt af tekjum undir 1.750.782kr. á ári. Sú upphæð kallast skattleysismörk.

Börn undir 16 ára greiða 6% skatt af tekjum umfram 180.000 kr. á ári.

Einstaklingar á aldrinum 16 - 69 ára sem hafa heildartekjur yfir ákveðinni fjárhæð, þurfa að greiða Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og Útvarpsgjald. Fjárhæðin er ákveðin við lok tekjuársins og kemur til greiðslu á álagningarári. 

Skattur af fjármagnstekjum einstaklinga er 22% af þeim fjármagnstekjum sem fara yfir 150.000 kr. á ári. Fjármagnstekjuskattur af brúttó leigutekjum er einnig 22%, en aðeins 50% af brúttó leigutekjum eru skattskyldar ef um er að ræða leigu á eigin húsnæði.

Sveitarfélögin innheimta fasteignaskatt sem er visst hlutfall af fasteignamati húss og lóðar. Hlutfallsprósentan er ákveðin af því sveitarfélagi sem eignin er staðsett í.
 

Einstaklingar sem eru ekki með lögheimili á Íslandi (með takmarkaða skattskyldu):

Staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars á launatekjur er þrepaskipt og er reiknast með eftirfarandi prósentu:

Af mánaðartekjum upp að 893.713 kr. 36,94%
Af mánaðartekjum yfir 893.714 kr. 46,24%

Þessi útreikningur getur tekið einhverjum breytingum við endanlega álagningu skatta, þar sem útsvarsprósenta sveitarfélaga er mishá.

Fjárhæðirnar eiga við um launatekjur eftir að iðgjald í lífeyrissjóð hefur verið dregið frá tekjuskattstofni, en það er frádráttarbært.

Persónuafsláttur er 1.772 kr. á dag og er reiknaður miðað við dvalartíma á landinu.

Þeir sem eru með takmarkaða skattskyldu (erlendis búsettir) eiga ekki að greiða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra eða útvarpsgjald.

 

 

Skattþrep 2017

Einstaklingar með lögheimili á Íslandi (með ótakmarkaða skattskyldu):

Staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars á launatekjur er þrepaskipt og er reiknast með eftirfarandi prósentu:

Af mánaðartekjum upp að 834.707 kr. 36,94%
Af mánaðartekjum yfir 834.708 kr. 46,24%

Þessi útreikningur getur tekið einhverjum breytingum við endanlega álagningu skatta, þar sem útsvarsprósenta sveitarfélaga er mishá.

Fjárhæðirnar eiga við um launatekjur eftir að iðgjald í lífeyrissjóð hefur verið dregið frá tekjuskattstofni, en það er frádráttarbært.

Frá reiknuðum skatti dregst síðan persónuafsláttur, sem er 52.907 kr á mánuði eða 634.880 kr. á ári.

Sé persónuafslátturinn fullnýttur allt árið, er hvorki tekjuskattur né útsvar greitt af tekjum undir 1.718.678 kr. á ári. Sú upphæð kallast skattleysismörk.

Börn undir 16 ára greiða 6% skatt af tekjum umfram 180.000 kr. á ári.

Einstaklingar á aldrinum 16 - 69 ára sem hafa heildartekjur yfir ákveðinni fjárhæð, þurfa að greiða Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og Útvarpsgjald. Fjárhæðin er ákveðin við lok tekjuársins og kemur til greiðslu á álagningarári. 

Skattur af fjármagnstekjum einstaklinga er 20% af þeim fjármagnstekjum sem fara yfir 125.000 kr. á ári. Fjármagnstekjuskattur af brúttó leigutekjum er einnig 20%, en aðeins 50% af brúttó leigutekjum eru skattskyldar ef um er að ræða leigu á eigin húsnæði.

Sveitarfélögin innheimta fasteignaskatt sem er visst hlutfall af fasteignamati húss og lóðar. Hlutfallsprósentan er ákveðin af því sveitarfélagi sem eignin er staðsett í.
 

Einstaklingar sem eru ekki með lögheimili á Íslandi (með takmarkaða skattskyldu):

Staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars á launatekjur er þrepaskipt og er reiknast með eftirfarandi prósentu:

Af mánaðartekjum upp að 834.707 kr. 36,94%
Af mánaðartekjum yfir 834.708 kr. 46,24%

Þessi útreikningur getur tekið einhverjum breytingum við endanlega álagningu skatta, þar sem útsvarsprósenta sveitarfélaga er mishá.

Fjárhæðirnar eiga við um launatekjur eftir að iðgjald í lífeyrissjóð hefur verið dregið frá tekjuskattstofni, en það er frádráttarbært.

Persónuafsláttur er 1.739 kr. á dag og er reiknaður miðað við dvalartíma á landinu.

Þeir sem eru með takmarkaða skattskyldu (erlendis búsettir) eiga ekki að greiða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra eða útvarpsgjald.