Býrð þú á Íslandi og vinnur í öðru norrænu landi sem listamaður eða íþróttamaður

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð á Íslandi en starfar sem listamaður eða íþróttamaður í öðru norrænu landi og fjalla eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.  

Skattlagning í vinnulandinu

Ef þú vinnur í öðru norrænu landi sem listamaður eða íþróttamaður, geta þær tekjur sem þú færð fyrir vinnu þína að öllu jöfnu verið skattlagðar í því landi.

Skattlagning á Íslandi

Ef þú ert með ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi átt þú að skila inn skattframtali þar. Þú átt að gefa upp erlendar tekjur í kaflanum „erlendar tekjur" í skattframtalinu.
Við skattlagningu á Íslandi er tekið tillit til tekna sem aflað er í öðru norrænu landi á sama ári. Skattar eru þá reiknaðir á allar tekjurnar en síðan lækkaðir miðað við hlutfall erlendu teknanna í heildartekjunum.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð