Býrð þú í öðru norrænu landi en starfar á Íslandi fyrir opinberan aðila?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og starfar á Íslandi fyrir opinberan aðila og fjalla eingöngu um skattlagningu launa fyrir slíkt starf.

Skilgreining á „opinber aðili“

Launagreiðandi þinn er skilgreindur sem opinber aðili ef þú ert ráðinn til starfa fyrir ríki, sveitarfélag, opinbera stofnun eða sambærilega stjórnsýslustofnun á hinum Norðurlöndunum. Ríkisreknir háskólar í öðrum löndum en Finnlandi eru skilgreindir sem opinberir aðilar. Aftur á móti eru finnsku háskólarnir skilgreindir sem einkaaðilar. Hlutafélag í eigu ríkis eða sveitarfélags er ekki skilgreint sem opinber aðili. Ríki og sveitarfélög eru heldur ekki skilgreind sem opinber aðili ef starfsemi þeirra tengist atvinnurekstri.

Ef vinnuveitandi þinn er ekki opinber aðili, verður þú skattlagður samkvæmt þeim reglum sem lýst er í „Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur í Íslandi fyrir einkaaðila?“.

Opinber aðili á Íslandi:

Ef þú starfar á Íslandi, fyrir opinberan aðila á Íslandi, skattleggjast tekjurnar á Íslandi.

Sé starfið aftur á móti að hluta til eða að öllu leyti innt af hendi í öðru norrænu landi ert þú skattskyldur í því landi vegna þess hluta teknanna sem aflað er þar.

Opinber aðili heimilisfastur í öðru norrænu landi:

Ef þú starfar á Íslandi en færð laun frá opinberum aðila, heimilisföstum í öðru norrænu landi, er almenna reglan sú að þú greiðir skatt í heimalandi launagreiðandans.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð