Ársuppgjörið (álagningar- og innheimtuseðillinn)

Í ársuppgjörinu er að finna uppgjör og endanlegan útreikning á sköttum vegna liðins tekjuárs. Einnig koma þar fram upplýsingar um tekjur og frádrætti.Þessar upplýsingar hafa skattyfirvöld fengið frá vinnuveitendum, aðilum sem greiða út atvinnuleysisbætur, verkalýðsfélögum, bönkum o.fl.

Í ársuppgjörinu getur þú séð hve mikið þú átt að greiða í skatta, hvernig skattyfirvöld hafa komist að niðurstöðu um upphæðina og hve mikið þú hefur þegar greitt í skatta.

Það er þitt hlutverk að fara yfir tölurnar og meta hvort þær séu réttar og hvort einhverjar upphæðir vanti. Þú getur gert leiðréttingu inni á skat.dk með því að skrá þig inn með NemID eða TastSelv-lykli.

Skattaskuld/ ofgreiddur skattur

Á síðunni skat.dk finnur þú upplýsingar um greiðslu á skattaskuld og endurgreiðslu á ofgreiddum skatti. Ef þú hefur ofgreitt skatta, leggja skattyfirvöld peningana sjálfkrafa inn á NemKontoið þitt.