Skattframtalið

Eftirfarandi á við þig sem ert búsettur í öðru norrænu landi og sem hefur tekjur í Danmörku.

Ætlar þú að fylla út skattframtal í Danmörku?

Einstaklingar sem skattskyldir eru í Danmörku fá sjálfkrafa sent skattframtal (ársuppgjör) í TastSelv í mars mánuði. Í  skattframtalinu (ársuppgjörinu) er að finna upplýsingar sem skilað hefur verið inn til skattsins af vinnuveitendum, lífeyrissjóðum/stofnunum, bönkum og fleirum. Margir skattskyldir einstaklingar þurfa ekki að bæta fleiri upplýsingum inn í framtalið (ársuppgjörið). Þess vegna átt þú bara að breyta skattframtalinu (ársuppgjörinu) ef í því eru rangar eða ófullnægjandi upplýsingar varðandi þær tekjur og frádráttarupphæðir sem vinnuveitendur, lífeyrissjóðir/stofnanir, bankar eða aðrir hafa skilað inn til skattyfirvalda.
 

Ef þú hefur ekki fengið sent skattframtal

Þegar þú ert skattskyldur í Danmörku færðu sjálfkrafa ársyfirlit í TastSelv í mars. Þú getur talið fram á skat.dk/tastselv þar sem þú getur skráð þig inn með NemID eða TastSelv-kóða. Skilafrestur framtalsins er í síðasta lagi 1. maí. Ef ef þú ert með tekjur eða frádrátt frá öðru landi en Danmörku, eða ef þú ert verktaki og fleira, þá er lokafrestur skila 1. júlí.
Þegar þú hefur skráð inn allar tekjur þínar og frádrátt verður strax til skattframtal (ársuppgjör). Í því kemur fram hvort þú hafir greitt og mikið í skatt og hvenær þú færð þá upphæð endurgreidda, eða hvort þú hefur fengið skattaskuld sem þú þarft að greiða.

Ef þú ert verktaki getur þú séð þær upplýsingar sem skilað hefur verið inn til skattyfirvalda í TastSelv undir flipanum „skattaupplýsingar".

Skylda til að gefa upp erlendar tekjur í búsetulandinu

Þú átt að upplýsa skattyfirvöld í búsetulandi þínu um það ef þú hefur tekjur eða átt eignir erlendis.

Skipti á upplýsingum milli skattyfirvalda

Til að tryggja rétta skattlagningu hafa öll Norðurlöndin þá reglu að vinnuveitendur, bankar o.fl. eigi að senda skattyfirvöldum upplýsingar um greidd laun, lífeyri, arð, vexti o.fl. Hér eiga m.a. að koma fram nöfn viðtakenda og heimilisföng, hvernig tekjur er um að ræða ásamt fjárhæð. Þessi upplýsingaskylda gildir einnig um greiðslur til einstaklinga sem búsettir eru í öðrum löndum.

Til að tryggja nákvæma skattlagningu hafa öll Norðurlöndin komið sér saman um að skiptast á skattupplýsingum. Upplýsingaskiptin fara fram árlega milli sérvaldra eininga hjá skattyfirvöldum og gegnum öruggar boðleiðir. Mikið magn upplýsinga streymir milli Norðurlandanna. Þessar upplýsingar eru notaðar af skattyfirvöldum í búsetulandinu til að hafa eftirlit með því að einstaklingar með starfsemi yfir landamæri hafi uppfyllt skyldur sínar um að upplýsa um tekjur og eignir erlendis.