Skattkort

Þegar þú ert skattskyldur í Danmörku verður þú dreginn skattur af hverri greiðslu launa, lífeyris osfrv.

Allir sem eru skattskyldir í Danmörku hafa danska kennitölu, bráðabirgðaútreikning á staðgreiðslu (forskudsoppgørelse) og skattkort. Skattkortið er rafrænt og þú finnur það undir TastSelv á skat.dk.

Þeir sem eru með takmarkaða skattskyldu í Danmörku fá svokallaða skattakennitölu.

Bráðabirgðaútreikningur staðgreiðslu sýnir áætlaðar tekjur þínar og frádrátt ásamt útreiknuðum heildarskatti, þar með talið 8% tryggingagjald.
Hjá launþegum, lífeyrisþegum o.fl. kemur skattprósenta og mánaðarfrádráttur fram á bráðabirgðaútreikningnum. Saman kallast báðar þessar upplýsingar rafrænt skattkort. Mánaðarfrádrátturinn er skattfrjáls upphæð sem dregin er frá laununum eftir að búið er að draga tryggingagjaldið frá og áður en skattur er reiknaður skv. skattprósentu. Skattprósentan er sú prósenta af launum sem greiða á í s.k. A-skatt, eftir að frádrátturinn hefur verið dreginn af laununum. A-skatturinn ásamt 8% tryggingagjaldi mynda því heildarskatt þinn.

Ert þú sjálfstæðir atvinnurekendur/verktakar frá bráðabirgðaútreikning staðgreiðslu þar sem fram kemur sá skattur sem greiða skal reglubundið inn yfir árið. Á sama hátt og hjá launþegum greiða þeir 8% tryggingagjald, en það ásamt hinum útreiknaða skatti mynda þann heildarskatt sem greiða á inn. Sjálfstæðir atvinnurekendur/verktakar greiða þennan s.k. B-skatt 10 sinnum yfir árið, í mánuðunum janúar – maí og júlí – nóvember.

Danska skattárið er almanaksárið. Skatturinn reiknast því af þeim tekjum sem þú aflar á almanaksárinu. Vinnuveitandi eða sá sem greiðir þér laun/bætur dregur skattinn reglubundið frá launum þínum/ bótum, eða við hverja útborgun þeirra, og skilar inn til skattyfirvalda. Þessi skattur sem greiddur er inn til Skattestyrelsen er bráðabirgðaskattur.

Svona sækir þú um skattakennitölu og skattkort

Þegar þú hefur undirritað ráðningarsamning eða þegar þú byrjar að fá lífeyri eða áþekkar greiðslur, þarft þú að sækja um skattkennitölu og skattkort.

Þú getur sent inn rafræna umsókn eða fyllt út eyðublaðið 04.063 sem þú sendir inn til skattyfirvalda ásamt ljósriti af vegabréfinu þínu og starfsamningi frá vinnuveitanda þínum. Ef þú átt ekki vegabréf, getur þú sent ljósrit af persónuskilríkjum þínum.

Samningur um að þú sért tilbúin til vinnu hjá starfsmannaleigu er í þessu samhengi ekki talin ráðningarsamningur. Sem útleigður færð þú ekki skattakennitölu og skattkort fyrr en tekur að þér ákveðið verkefni fyrir starfsmannaleiguna og getur sent afrit af vinnuskýrslu til Skattestyrelsen.

Hvaða gögn þú þarft að leggja fram þegar þú sækir um skattakennitölu og skattkort í fyrsta sinn byggir á því hvaðan þú kemur:

Norrænir ríkisborgarar:

  • Eyðublað 04.063 „Oplysninger til brug for et skattekort og dansk skattepersonnummer – lønmodtagere“. Allir dálkar þurfa að vera útfylltir.
  • Ljósrit af síðunni með myndinni af þér í passanum þínum, eða af nafnskírteini sem sýnir mynd af þér, nafn, fæðingardag og ár, kyn, ríkisborgararétt og fæðingarland. Ef þú ert giftur þarft þú að senda inn ljósrit af giftingarvottorðinu þínu.

Ríkisborgarar annarra landa innan EU/EES og Sviss

  • Eyðublað 04.063 „Oplysninger til brug for et skattekort og dansk skattepersonnummer – lønmodtagere“. Allir dálkar þurfa að vera útfylltir.
  • Ljósrit af síðunni með myndinni af þér í passanum þínum, eða af nafnskírteini sem sýnir mynd af þér, nafn, fæðingardag og ár, kyn, ríkisborgararétt og fæðingarland. Ef þú ert giftur þarft þú að senda inn ljósrit af giftingarvottorðinu þínu.

Ríkisborgarar annarra landa utan EU/EES og Sviss

  • Eyðublað 04.063 „Oplysninger til brug for et skattekort og dansk skattepersonnummer – lønmodtagere“. Allir dálkar þurfa að vera útfylltir.
  • Ljósrit af síðunni með myndinni af þér í passanum þínum, eða af nafnskírteini sem sýnir mynd af þér, nafn, fæðingardag og ár, kyn, ríkisborgararétt og fæðingarland. Ef þú ert giftur þarft þú að senda inn ljósrit af giftingarvottorðinu þínu.
  • Ef þú ert ekki norrænn ríkisborgari eða ríkisborgari í EU/EES landi eða í Sviss þarft þú að hafa danskt atvinnuleyfi til að geta unnið í Danmörku, sjá nyidanmark

Þegar þú hefur fengið danska skattakennitölu og bráðabirgðaútreikning staðgreiðslu er rafræna skattkortið þitt aðgengilegt. Sá sem greiðir þér út laun, eða áþekkar greiðslur verður sjálfur að sækja skattkortið rafrænt til Skattestyrelsen.

Ekki lengur með skattskyldu í Danmörku

Ef þú hættir að fá tekjur frá Danmörku, verður þú að hringja eða senda bréf til Skattestyrelsen og gefa upp hvenær skattskyldan endaði (dagsetningu). Þá verður lokadagur skattskyldu þinnar skráður.

Staðgreiðsluskattur vegna vinnu í öðru norrænu landi og yfirfærsla skatta (samningur um yfirfærslu skatta)

Ef þú ert að vinna fyrir vinnuveitanda í búsetulandi þínu en innir vinnuna af hendi í öðru norrænu landi en þú býrð í, átt þú eða vinnuveitandi þinn að senda inn eyðublaðið NT 1 eða NT 2 til Skattestyrelsen. Þetta er gert til að tryggja að staðgreiðsla skatta sé innt af hendi í réttu landi. Eyðublaðið NT 1 á að nota þegar skattlagning á að fara fram í búsetulandi þínu, t.d. þegar þú dvelur skemur en 183 daga í vinnulandinu. Eyðublaðið NT 2 á að nota þegar skattlagningin á að fara fram í vinnulandinu. Það á við ef þú dvelur lengur en 183 daga í vinnulandinu, vinnuveitandinn er með fasta starfsstöð í vinnulandinu og í sumum löndum þegar um er að ræða starfsmannaleigur.

Í ákveðnum tilvikum geta skattyfirvöld yfirfært skatt milli landanna samkvæmt sérstökum samningi um yfirfærslu skatta. Samningurinn felur í sér að ef skattur af launatekjum hefur verið dregin af í einu norrænu landi en tekjurnar eru skattskyldar í öðru norrænu landi þá getur fyrra landið yfirfært skattinn í síðara landsins. Hinn yfirfærði skattur er alltaf talin vera greiddur á réttum tíma og þú sleppur við að greiða dráttarvexti og aðrar sektir vegna hinnar yfirfærðu skattaupphæðar. Í þeim tilvikum þegar hinn yfirfærði skattur dugar ekki til að greiða álagðan skatt í hinu landinu verður þú sjálfur að greiða það sem uppá vantar og hugsanlega dráttarvexti af þeim hluta.