Takmörkuð skattskylda
Takmörkuð skattskylda - Laun
Þú berð takmarkaða skattskyldu í Danmörku ef þú vinnur í Danmörku hjá dönskum vinnuveitanda en býrð í öðru landi. Leggja ber skatt á laun frá dönskum vinnuveitanda í Danmörku, sé starfið innt af höndum þar. Skattleggja ber störf heima í því landi sem þú býrð í (sérstakar reglur gilda um Svíþjóð, velja síðar). Þú berð engu að síður fulla skattskyldu í heimalandi þínu.
Meginreglan er sú að skattur er lagður á launatekjur í því landi sem vinnan er innt af hendi.
Þó gilda aðrar reglur fyrir:
- farmenn
- áhafnir flugvéla í millilandaflugi
- þá sem starfa við samgöngur yfir Eyrarsund og þá sem vinna um borð í lestum eða ferjum á milli Danmerkur og Svíþjóðar.
Ef þú fellur undir einhvern fyrrnefndra hópa skaltu hafa samband við skattyfirvöld í sveitarfélagi vinnuveitanda þíns til þess að fá að vita hvað þér ber að gera.
Takmörkuð skattskylda - aðrir þættir
Takmarkaða skattskyldan nær einnig til
- hagnaðar vegna sölu fasteigna sem lög um skattlagningu hagnaðar af fasteignum (ejendomsavancebeskatningsloven) fjalla um
- tekna vegna leigu á fasteign (kynntu þér nánar fasteignir til útleigu)
- tekna af arði og greiðslur þar sem sköttum er ekki haldið eftir við greiðslu.
Skattframtalið
Berir þú takmarkaða skattskyldu í Danmörku ber þér að fylla út, undirrita og skila skattsframtali um takmarkaða skattskyldu „Selvangivelse for begrænset skattepligtige" 04.009 (því er að sinni ekki hægt að skila á Netinu). Á eyðublaðið skaltu skrá allar tekjur sem þú hafðir í Danmörku.
Vinnuveitendum í Danmörku ber skylda til að tilkynna dönskum skattyfirvöldum um þá upphæð A-skatts sem haldið er eftir, vinnumarkaðsgjöld (AM-bidrag) o.fl., greidd laun og verðmæti ákveðinna hlunninda.
Í janúar ár hvert færð þú í hendur afrit af launamiða frá vinnuveitanda. Einnig er hægt að afla sér þessara upplýsinga á heimasíðu Skattestyrelsen.