Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur á dönsku landgrunni?
Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur í öðru norrænu landi og þiggur laun frá launagreiðanda sem stundar starfsemi á dönsku landgrunni. Upplýsingarnar eiga eingöngu við um skattlagningu af launatekjum á dönsku landgrunni.
Skattlagning í Danmörku
Launin eru skattskyld í Danmörku um leið og þú hefur unnið á dönsku landgrunni lengur en 30 daga á 12 mánaða tímabili ef vinnuveitandinn stundar starfsemi í tengslum við undirbúningskönnun, rannsóknir eða hagnýtingu kolvetnisauðlinda. Sama gildir einnig um laun fyrir vinnu um borð í skipi sem notað er við starfsemi í tengslum við undirbúningskönnun, rannsóknir eða hagnýtingu kolvetnisauðlinda á dönsku landgrunni.
30-daga reglan á ekki við þegar þú vinnur um borð í skipi sem notað er til flutninga á mannafla eða búnaði, eða um borð í dráttarbát, birgðaskipi eða öðrum aðstoðarskipum og sá sem notar skipið er búsettur í einhverju Norðurlandanna. Í slíkum tilvikum eru launin skattskyld í því norræna landi sem sá sem notar skipið er búsettur. Ef sá sem notar skipið er búsettur í landi utan Norðurlandanna, gildir 30-daga reglan.
Skattlagning í búsetulandinu
Launatekjurnar geta einnig verið skattskyldar í búsetulandinu.Ef tekjurnar er skattlagðar bæði í Danmörku og í búsetulandinu, er það búsetulandið sem á að gæta þess að launin verði ekki tvísköttuð.
Almannatryggingar
Það eru í gildi sérstakar reglur sem kveða á um hvar þú skulir vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við tryggingastofnun í því landi sem þú býrð í eða borger.dk í Danmörku til að fá nánari upplýsingar.