Býrð þú í öðru norrænu landi og átt hlutabréf o.þ.h.  í Danmörku?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og átt hlutabréf o.þ.h. í Danmörku og fjalla eingöngu um skattlagningu tekna af þessum hlutabréfum.

Arður:

Skattlagning í heimalandinu:

Arður er skattskyldur í heimalandinu. Við álagningu í heimalandinu er tekið tillit til þess að skattur hefur verið greiddur í Danmörku.

Skattlagning í Danmörku :

Arður af dönskum hlutabréfum er einnig skattlagður í Danmörku. Þar er haldið eftir 27% fjármagnstekjuskatti. Samkvæmt norræna tvísköttunarsamningnum á Danmörk einungis rétt á að halda eftir 15% fjármagnstekjuskatti  af arði. Mismuninn getur þú fengið endurgreiddan með því að sýna fram á ótakmarkaða skattskyldu í öðru norrænu landi.

Þú getur óskað eftir endurgreiðslu á ofgreiddum fjármagnstekjuskatti (udbyttesskat) á skat.dk

Söluhagnaður:

Hér er bæði fjallað um hlutabréf í viðskiptum og hlutabréf sem ekki eru í viðskiptum, ásamt hlutdeildarskírteinum.

Aðilar með takmarkaða skattskyldu í Danmörku eru ekki skattskyldir af hagnaði vegna sölu danskra hlutabréfa. Skattlagningin fer fram í heimalandinu og eftir reglum heimalandsins.

Ef þú ert með ótakmarkaða skattskyldu í Danmörku en flytur til annars lands, eru hlutabréf o.þ.h. sem þú átt á þeim tímapunkti, skattlögð um leið og þú flytur. Hlutabréfin eru skattlögð eins og þau hafi verið seld á brottflutningsdeginum. Hægt er að fresta skattlagningunni. Skattframtal þarf að berast í síðasta lagi 1. júlí árið eftir flutninginn. Þegar hlutabréf eru síðan seld, fer uppgjör söluhagnaðar og skattlagning eftir reglum heimalandsins. Það er hægt að sækja um lækkun á þeim skatti sem greiddur var vegna hlutabréfanna í Danmörku, ef gengi bréfanna við sölu er lægra en gengið var við flutning.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð