Danmörk
Ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Valmynd

Skattframtalið

Hverjir eiga að skila skattframtali ?

Ef þú berð ótakmarkaða skattskyldu átt þú að skila Inkomstdeklaration 1 (Skattframtal einstklings) ef

Ef Skatteverket hefur upplýsingar um tekjur og frádrátt eru upplýsingarnar forskráðar á framtalið.

Ef þú berð takmarkaða skattskyldu átt þú að skila inn Inkomstdeklaration 1 (Skattframtal einstaklings) ef

Hvernig færð þú skattframtalið ?

Skattyfirvöld hefja útsendingu framtala í mars. Það á að hafa borist þér þann 15. apríl. Það er sent á lögheimili þitt.

Ef þú ert með stafrænt pósthólf færð þú skattframtalið sent þangað og þú færð ekki pappírsframtal en til að eiga stafrænt pósthólf þarft þú að vera með sænska kennitölu.

Ef þú átt að skila skattframtali en hefur ekki fengið það sent þarft þú að óska eftir því. Þú getur fengið meiri upplýsingar á skatteverket.se (Á sænsku, Á ensku). Þar finnur þú líka upplýsingar um hvernig þú notar rafræn skil, hvernig þú færð starfrænt pósthólf og sænskt bankaauðkenni.

Hvernig skilar þú skattframtalinu ?

Ef þú hefur fengið forskráð skattframtal er mikilvægt að þú sannreynir forskráðu upplýsingarnar, gerir leiðréttingar ef þörf er á og þú færir inn upplýsingar um skattskyldar tekjur sem hafa ekki verið forskráðar. Þú getur skilað skattframtalinu með eftirfarandi hætti:

þarf skattframtalinu til sænskra skattyfirvalda eigi síðar en 4. maí 2020. Ef þú skilar ekki skattframtali áttu á hættu að þurfa að greiða sekt sem nemur að minnsta kosti SEK 1,25. Þú getur sótt um frest með því að senda skattframtalið. Umsóknin þarf að hafa borist Skatteverket eigi síðar en á þeim degi sem skattframtalinu átti að skila. Hægt er að senda umsókn með því að fara inn á „mina sidor“ á www.skatteverket.se eða senda eyðublað SKV 2600 til skattstofunnar þinnar.

Skipti á upplýsingum milli skattyfirvalda

Til að tryggja rétta skattlagningu hafa öll Norðurlöndin þá reglu að vinnuveitendur, bankar o.fl. eigi að senda skattyfirvöldum upplýsingar um greidd laun, lífeyri, arð, vexti o.fl. Hér eiga m.a. að koma fram nöfn viðtakenda og heimilisföng, hvernig tekjur er um að ræða ásamt fjárhæð. Þessi upplýsingaskylda gildir einnig um greiðslur til einstaklinga sem búsettir eru í öðrum löndum.

Til að tryggja nákvæma skattlagningu hafa öll Norðurlöndin komið sér saman um að skiptast á upplýsingum. Upplýsingaskiptin fara fram árlega milli sérvaldra eininga hjá skattyfirvöldum og gegnum öruggar boðleiðir. Mikið magn upplýsinga streymir milli Norðurlandanna. Þessar upplýsingar eru notaðar af skattyfirvöldum í búsetulandinu til að hafa eftirlit með því að einstaklingar með starfsemi yfir landamæri hafi uppfyllt skyldur sínar um að upplýsa um tekjur og eignir erlendis

Valmynd
 
Logo