Býrð þú í Svíþjóð og færð bætur úr almannatryggingum í öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur í Svíþjóð og færð bætur frá Tryggingastofnun í öðru norrænu landi og fjalla einungis um skattlagningu bóta úr almannatryggingum. Ef þú þiggur lífeyri frá öðru norrænu landi, þá sjá lífeyri.

Skattlagning í greiðslulandinu
Bætur úr almannatryggingum sem greiddar eru frá öðru norrænu landi, geta verið skattskyldar þar.

Skattlagning í Svíþjóð
Þú verður skattlagður af bótunum í Svíþjóð. Ef bæturnar hafa verið skattlagðar í greiðslulandinu, getur þú fengið frádrátt frá sænskum skatti sem nemur þeirri upphæð sem greidd var í skatt af bótunum í hinu landinu.

Sérstakar bráðabirgðareglur

Bætur frá almannatryggingar og eftirlaun frá öðru norrænu landi eru skattfrjálsar í Svíþjóð ef þú

  • þann 4. apríl 2008 fékkst einhverskonar bætur frá almannatryggingum eða eftirlaun frá öðru norrænu landi
  • varst búsettur í Svíþjóð þann 4. apríl 2008
  • býrð ennþá í Svíþjóð og hefur búið þar samfleytt síðan 4. apríl 2008.

Ef þú hefur flutt til Svíþjóðar eftir 4. apríl 2008, þrátt fyrir að þú hafir áður búið í Svíþjóð, ert þú skattlagður af samkvæmt bætur frá almannatryggingar venjulegum sænskum reglum

Greiðsla skatts
Ef þú átt að greiða skatt í Svíþjóð af bótum úr almannatryggingum frá öðru norrænu landi, heldur greiðandi bótanna ekki eftir sænskum staðgreiðsluskatti af þeim. Þú þarft því að sækja um að fá að greiða sérstakan A-skatt hjá skattstofunni og sjá sjálfur um að skila inn staðgreiðsluskattinum. Skattstofan tekur tillit til þess að þú greiðir skatt af bótunum í öðru landi og að þú átt rétt á frádrætti vegna hans í Svíþjóð.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Finnland |