Býrð þú í öðru norrænu landi og færð vaxtatekjur eða greiðir vaxtagjöld í Svíþjóð?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og færð vaxtatekjur eða greiðir vaxtagjöld í Svíþjóð og fjalla eingöngu um skattlagningu af þeim tekjum/gjöldum.

Vaxtatekjur:

Vaxtatekjur af inneignum í fjármálastofnunum, verðbréfum, skuldabréfum og öðru álíka í Svíþjóð eru ekki skattskyldar þar heldur eingöngu í heimalandi þínu.

Hafi skatturinn fyrir mistök verið dreginn af í Svíþjóð, getur þú fengið hann endurgreiddan. Hafðu samband við viðkomandi fjármálastofnun eða skattyfirvöld til að fá frekari upplýsingar.

Vaxtagjöld:

Ef þú berð ótakmarkaða skattskyldu í Svíþjóð átt þú rétt á frádrætti vegna vaxtagjalda. Berir þú hinsvegar takmarkaða skattskyldu þar, eru vaxtagjöld frádráttarbær undir sérstökum kringumstæðum. Til að fá frádrátt vegna vaxtagjalda þarft þú að velja um að vera skattlagður samkvæmt almennum reglum í stað þess að greiða endanlegan skatt (svokallaðan SINK skatt) ef þú ert með launa- eða lífeyristekjur. Skattlagning þín fer eftir almennum reglum ef tekjur þína eru vegna sjálfstæðrar starfsemi.

Önnur skilyrði fyrir frádrætti eru að:

- þú hafir greitt vaxtagjöld á meðan þú varst heimilisfastur á Evrópska efnahagssvæðinu

- þú getir sannað að þú hafir ekki getað nýtt frádrátt vegna vaxtagjaldanna í landinu sem þú býrð í

- að a.m.k. 90 % heldartekna þínnna vegna vinnu, lífeyris og sjálfstæðrar starfsemi eru að skattlagðar í Svíþjóð.

Þó að þú berir takmarkaða skattskyldu og minna en 90% tekna þinna vegna vinnu, lífeyris eða sjálfstæðrar starfsemi eru skattlagðar í Svíþjóð eru vaxtatekjur vegna fasteigna eða búseturéttar í Svíþjóð ef þú er skattlagður af tekjum sem stafa af þeim. Ef þú ert með leigutekjur af húsi eða íbúð, getur þú fengið frádrátt vegna vaxtagjalda sem falla til á þeim tíma sem þú leigir eignina, t.d. í fjóra mánuði á tekjuárinu. Ef þú selur húsið eða íbúðina getur dregið frá þau vaxtagjöld sem falla til á því tekjuári sem þú selur hana.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Finnland |