Býrð þú í Svíþjóð og átt hlutabréf o.fl. í einu hinna Norðurlandanna?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Svíþjóð og átt hlutabréf í viðskiptum eða hlutdeildarskírteini í fjárfestingarsjóðum í öðru norrænu landi og fjalla eingöngu um skattlagningu af tekjum af þessum hlutabréfum eða hlutdeildarskírteinum.

Arður

Skattlagning í greiðslulandinu

Arður er skattlagður í því landi sem greiðir hann út og er samkvæmt norræna tvísköttunarsamningnum að hámarki 15%.  Hafi hærri skattur en 15% verið dreginn af arðinum í greiðslulandinu, getur þú sótt um að fá mismuninn endurgreiddan. Frekari upplýsingar færð þú hjá skattyfirvöldum í greiðslulandinu.

Skattlagning í Svíþjóð

Ef þú færð greiddan arð af hlutabréfum í viðskiptum, hlutdeildarskírteinum eða öðru álíka frá félagi eða sjóðum með heimilisfesti í öðru norrænu landi, er arðurinn skattlagður í Svíþjóð sem fjármagnstekjur og er skattprósentan 30% (fyrir hlutabréf og verðbréf sem eru ekki í viðskiptum gilda sérstakar reglur).

Hafi arðurinn einnig verið skattlagður í greiðslulandinu, getur þú óskað eftir því við sænsk skattyfirvöld að tekið sé tillit til þess við álagningu með því að lækka sænska skattinn. Lækkunin getur mest orðið 15%. Sért þú með fjármagnstap, getur þú í staðinn óskað eftir því að sú fjárhæð sem dregin var af þér í skatt í greiðslulandinu verði dregin frá fjármagnstekjum..

Söluhagnaður

Ef þú hefur fjármagnstekjur af sölu hlutabréfa í viðskiptum eða hlutdeildarskírteina í sjóðum frá öðrum norrænum löndum, eru þær tekjur skattlagðar í Svíþjóð.

Fjármagnstekjurnar eru skattlagðar með 30% fjármagnstekjuskatti (fyrir hlutabréf og verðbréf sem eru ekki í viðskiptum gilda sérstakar reglur). Hafir þú selt einhver hlutabréf með hagnaði en önnur með tapi, átt þú rétt á að draga tapið frá hagnaðinum. Sé samt sem áður um tap að ræða, færð þú 70% frádrátt á því. Nánari upplýsingar finnur þú í bæklingnum „Försäljning av aktier" (nr. SKV 332) sem finna má á heimasíðu sænska skattsins, skatteverket.

Ef þú hefur áður haft búsetu í öðru norrænu landi, hefur það land, í ákveðnum tilvikum, einnig rétt á að skattleggja hagnað af sölu hlutabréfa samkvæmt norræna tvísköttunarsamningnum. Þetta á við um öll hlutabréf.   Forsendan er að þú hafir haft búsetu í hinu norræna landinu og að salan hafi átt sér stað árið sem þú fluttir lögheimili þitt til Svíþjóðar, eða á næstu 10 árum eftir flutningsárið. Hitt norræna landið á eingöngu rétt á að skattleggja þá verðmætaaukningu sem varð á bréfunum fyrir flutning þinn til Svíþjóðar. Hafi skattlagning einnig átt sér stað í hinu landinu, er það Svíþjóð sem ber að koma í veg fyrir tvísköttun. Það gerist með því að þú óskar eftir lækkun eða frádrætti á móti þeim skatti sem þú greiddir í hinu norræna landinu. Lækkunin getur mest orðið sú upphæð sem samsvarar sænskum skatti af fjármagnstekjunum. Sért þú með fjármagnstap, getur þú í staðinn óskað eftir því að sú fjárhæð sem dregin var af þér í skatt í greiðslulandinu verði dregin frá fjármagnstekjum.

 

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Finnland |