Býrð þú í Svíþjóð og átt fasteign í einu hinna Norðurlandanna?

Upplýsingarnar hér eru ætlaðar þeim, sem búa í Svíþjóð en eiga búseturétt (hlutabréf eða hluta í húsi sem felur í sér afnotarétt á íbúð) eða einbýlis- eða tvíbýlishús (smáhús) í einhverju öðru norrænu ríkjanna, sem viðkomandi eða hans nánustu nota, að öllu leyti eða hluta, til fastrar búsetu eða sem sumarbústað, þ.e. það sem nefnt er einkabústaður.

Skattlagning í Svíþjóð

Þú ert skattlagður/skattlögð í Svíþjóð vegna einkabústaðar erlendis. Hann er skattlagður hér óháð því hvernig hann er skattlagður erlendis. Ef þú greiðir einnig skatt af einkabústaðnum í landinu þar sem hann er getur þú fengið sænska skattinn lækkaðan með því að draga frá erlenda skattinn.

Leigutekjur

Ef þú leigir út einkabústað í öðru norrænu ríki eru leigutekjurnar skattlagðar í Svíþjóð.

Sala á einkabústað

Ef þú selur einkabústað, sem þú átt í öðru norrænu ríki, ber þér að greiða skatt eins og hann væri í Svíþjóð. Hagnaður eða tap er reiknað út á sama hátt og gildir um einkabústaði í Svíþjóð.

Hins vegar er sérákvæði um hvernig reikna eigi út kaupverðið hvað snertir smáhús sem keypt voru fyrir 1952. Þá má nota markaðsvirði hússins árið 1952. Að vissum skilyrðum uppfylltum er hægt að fresta skattlagningu söluhagnaðarins.

Fasteignaskattur

Fasteignagjöld til sveitarfélags eru ekki lögð á íbúðarhúsnæði, sem staðsett er erlendis.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Finnland |