Býrð þú i einu Norðurlandanna og færð eftirlaun eða lífeyri frá Svíþjóð?

Upplýsingarnar hér eru ætlaðar þeim sem búa í einhverju öðru norrænu ríkjanna en fá lífeyri frá Svíþjóð. Þær taka aðeins til skattlagningar lífeyristeknanna.

Skattur í Svíþjóð

Þú átt að greiða skatt af sænska lífeyrinum í Svíþjóð óháð því hvort þú færð hann vegna fyrri starfa hjá hinu opinbera eða hjá einkaaðila. Engu máli skiptir hvort það er Försäkringskassan eða einhver annar aðili sem greiðir út lífeyrinn.

Hve mikinn skatt þú greiðir fer eftir því hvort þú berð takmarkaða eða ótakmarkaða skattskyldu.

Ótakmörkuð skattskylda

Þú berð ótakmarkaða skattskyldu ef þú hefur flutt frá Svíþjóð en hefur enn náin tengsl við landið eða ert hér það mikið að flokkast undir stöðuga dvöl. Þá greiðir þú skatt af lífeyrinum samkvæmt venjulegum reglum. Þú átt að skila inn tekjuframtali í Svíþjóð.

Takmörkuð skattskylda

Ef þú berð takmarkaða skattskyldu greiðir þú af lífeyrinum sérstakan tekjuskatt fyrir þá sem eru búsettir erlendis (SINK). Það er 25 % skattur og þú þarft ekki að telja lífeyrinn fram. Sá sem borgar lífeyrinn út dregur skattinn frá áður en þú færð hann útborgaðan. Ef þú færð eftirlaun frá almannatryggingum er hluti eftirlaunanna skattfrjáls. Árið 2021 nemur skattlausa upphæðin SEK 3 054 á mánuði (2020: SEK 3 035). Sótt er um SINK-skatt hjá Skatteverket. Ef þú ert ekki með sænska samræmingartölu eða kennitölu færðu samræmingartölu þegar SINK-ákvörðunin er tekin.

Skattlagning í búsetulandinu

Lífeyrinn má einnig skattleggja í búsetulandinu. Í þeim tilvikum sem þú ert bæði skattlagður í Svíþjóð og búsetulandinu er það búsetulandið sem tekur tillit til tvísköttunar. Þú skalt alltaf gefa upp erlendar tekjur í skattframtali í búseturíkinu

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Finnland |