Býrð þú í Svíþjóð og færð eftirlaun eða lífeyrir frá öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Svíþjóð en færð lífeyrir frá öðru norrænu landi. Þær taka einungis til skattlagningar lífeyristeknanna. 

Ef þú færð aðrar bætur frá almannatryggingum en eftirlaun frá öðru norrænu landi, sjá almannatryggingar.

 

Skattlagning í Svíþjóð

Eftirlaun sem greidd eru út frá öðru norrænu landi eru skattlögð þar. Þú ert einnig skattlagður af sömu eftirlaununum í Svíþjóð, en þú getur gert kröfu til þess að sá skattur sem þú greiddir af eftirlaununum í hinu landinu sé dregin frá þeim skatti sem þú átt að greiða af sömu eftirlaunum í Svíþjóð, svokallaður frádráttur af erlendum skatti.

Ef þú færð önnur eftirlaun frá norrænu landi en þau sem greidd eru út af almannatryggingum, geta þau verið skattfrjáls í Svíþjóð. Þarna getur t.d. verið um að ræða að eftirlaunin samkvæmt sænskum reglum séu skilgreind sem fjármagnstrygging og að útborganirnar séu þess vegna skattfrjálsar.

 

Sérstakar bráðabirgðareglur

Eftirlaun og bætur frá almannatryggingar (t.d. sjúkradagpeningar) frá öðru norrænu landi eru skattfrjálsar í Svíþjóð ef þú

  • þann 4. apríl 2008 fékkst einhverskonar eftirlaun eða bætur frá almannatryggingum frá öðru norrænu landi
  • varst búsettur í Svíþjóð þann 4. apríl 2008
  • býrð ennþá í Svíþjóð og hefur búið þar samfleytt síðan 4. apríl 2008.

Ef þú hefur flutt til Svíþjóðar eftir 4. apríl 2008, þrátt fyrir að þú hafir áður búið í Svíþjóð, ert þú skattlagður af eftirlaununum samkvæmt venjulegum sænskum reglum.

 

Innborgun á skatti

 

Ef þú átt að greiða skatt í Svíþjóð af eftirlaunum frá öðru norrænu landi, á dregur greiðandinn ekki sænskan staðgreiðsluskatt af eftirlaununum. Ef þú ert einnig með sænsk eftirlaun getur þú beðið þann sem greiðir út sænsku eftirlaunin að hækka skattafdráttinn þannig að hann dugi einnig til þess að greiða skattinn af eftirlaununum frá hinu norræna landinu. Þú getur einnig sent inn umsókn til Skatteverket um breytingu á útreikningi, þannig að Skatteverket reikni út hve mikinn skatt þú átt að greiða. Ef þú ert ekki með sænsk eftirlaun, átt þú að sækja um sérstakan A-skatt hjá Skatteverket og greiða staðgreiðsluskattinn sjálfur. Þegar slíkar umsóknir berast taka skattyfirvöld tillit til þess ef þú hefur greitt skatt af eftirlaununum í hinu landinu þar sem þú átt rétt á að krefjast þess að fá erlenda skattinn frádregin frá sænskum skatti, svokallaðan frádrátt af erlendum skatti. Frádrátturinn varðar eingöngu þann skatt sem þú greiddir í hinu landinu af eftirlaunum sem skattögð eru í Svíþjóð.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Finnland |