Býrð þú í Svíþjóð og starfar sem listamaður eða íþróttamaður í öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Svíþjóð og starfar sem listamaður eða íþróttamaður í öðru norrænu landi og fjallar eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Skattlagning í vinnulandinu:

Hin almenna regla er að starfir þú sem lista- eða íþróttamaður í öðru norrænu landi, greiðir þú skatt í vinnulandinu.

Komi tekjur þínar í gegnum lista- eða íþróttasamtök, eru það samtökin en ekki þú sem bera skattskylduna í vinnulandinu. Í slíkum tilvikum yrðir þú skattlagður samkvæmt gildandi lögum og reglum um launatekjur í Svíþjóð.

Skattlagning í Svíþjóð:

Þú ert einnig skattskyldur af þessum tekjum í Svíþjóð. Hafi tekjurnar verið skattlagðar í vinnulandinu, getur þú komist hjá tvísköttun með því að óska eftir því við sænsk skattyfirvöld að tekið sé tillit til þess við álagningu teknanna í Svíþjóð. Lækkunin getur mest orðið sú upphæð sem samsvarar sænskum skatti af umræddum tekjum.

Hafi tekjurnar komið í gegnum lista- eða íþróttasamtök og þau greitt skatt af þeim í vinnulandinu, þurfa samtökin sjálf að óska eftir skattalækkun í Svíþjóð vegna erlenda skattsins.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Finnland |