Býrð þú í Svíþjóð en starfar í öðru norrænu landi fyrir einkaaðila?

Eftirfarandi á við þig sem ert búsettur í Svíþjóð og vinnur í öðru norrænu landi fyrir einkaaðila. Upplýsingarnar varða eingöngu skattlagningu launatekna þinna.

Upplýsingarnar eiga ekki við þig sem vinnur hjá opinberum aðila, vinnur sem sjómaður, vinnur um borð í flugvél, vinnur á dönsku eða norsku landgrunni eða hefur tekjur sem lista- eða íþróttamaður.

Vinnuveitandi þinn er frá vinnulandinu

Þú átt að greiða skatt af launatekjum þínum í vinnulandinu.  Ákveðnar undantekningar eru á þessari reglu, sjá hér að neðan undir fyrirsögninni „sérreglur“.

Þegar þú átt að greiða skatt í vinnulandinu, greiðir þú ekki skatt í Svíþjóð af sömu launatekjum og þær hafa ekki heldur áhrif á skattlagningu annarra tekna sem þú hefur.

Vinnuveitandi þinn er frá öðru landi en vinnulandinu

Þú átt að greiða skatt af launatekjunum í vinnulandinu ef eitt af eftirtöldum skilyrðum er uppfyllt:

Þú átt að greiða skatt í Svíþjóð ef ekkert af ofannefndum skilyrðum er uppfyllt. Ákveðnar undantekningar eru á þessari reglu, sjá hér að neðan undir fyrirsögninni „sérreglur“.

Þegar þú átt að greiða skatt í vinnulandinu, greiðir þú ekki skatt í Svíþjóð af sömu launatekjum og þær hafa ekki heldur áhrif á skattlagningu annarra tekna sem þú hefur.

Sérreglur

Reglur fyrir landamærabúa

Ef þú býrð í sænsku sveitarfélagi sem liggur að landamærum Noregs eða Finnlands og vinnur í öðru hvoru landinu í sveitarfélagi sem liggur að landamærum Svíþjóðar, eiga reglur fyrir landamærabúa við um þig.

Reglur fyrir landamærabúa fela í sér að þú greiðir skatt af launatekjum þínum í landinu sem þú býrð í. Forsendan er að þú alla jafna dveljir á lögheimili þínu í Svíþjóð minnst tvo daga í viku með einnar nætur dvöl.

Fyrir árið 1997 voru í gildi reglur milli Svíþjóðar og Danmerkur um landamærabúa. Hvað Svíþjóð varðar eru þessar reglur enn í gildi sem undantekningarreglur. Krafan er að þú hafir verið landamærabúi og fallið undir reglurnar á árinu 1997 og að reglurnar hafi gilt um þig frá þeim tíma.

Nýja Svínasundsbrúin / samgöngur yfir Eyrarsund

Ef þú býrð í Svíþjóð og starfar við viðhald og rekstur nýju Svínasundsbrúarinnar greiðir þú skatt af launatekjunum í Svíþjóð, jafnvel þó vinnan fari fram í Noregi.

Ef þú býrð í Svíþjóð og starfar við viðhald og rekstur samgangna yfir Eyrarsund greiðir þú skatt af launatekjunum í Svíþjóð, jafnvel þó vinnan fari fram í Danmörku.

Samningur milli Svíþjóðar og Danmerkur um tiltekin skattamál

Ef þú býrð í Svíþjóð og vinnur að stærstum hluta í Danmörku þá er í gildi samningur milli Svíþjóðar og Danmerkur sem tekur á tilteknum skattamálum.

Skattlagning í Danmörku vegna vinnu sem fer fram í Svíþjóð eða einhverju öðru landi:

Þú átt að greiða skatt í Danmörku af launum vegna vinnu sem fer fram í Svíþjóð eða einhverju öðru landi ef öll eftirtalin skilyrði eru uppfyllt:

  • þú vinnur minnst helming vinnutíma þíns í Danmörku á hverju þriggja mánaða tímabili fyrir danskan vinnuveitanda eða vinnuveitanda með fasta starfsstöð í Danmörku og vinna þín í Danmörku fer fram á hinni föstu starfsstöð.
  • vinnan fer fram á heimili þínu í Svíþjóð, á vinnuferðum eða í öðru tímabundnu starfi
  • Þegar þú vinnur í einhverju öðru landi verður vinnan að vera vinnuferðir eða önnur tímabundin störf

Önnur mál sem fjallað er um í samningnum eru frádrættir vegna kostaðar af ferðum yfir Eyrarsundsbrúnna og frádrættir vegna greiðslna í lífeyrissjóði.

Vinna um borð í lest sem gengur milli Svíþjóðar og Danmerkur

Ef þú býrð í Svíþjóð og vinnur um borð í lest sem aðeins gengur milli Svíþjóðar og Danmerkur átt þú að greiða skatt í Svíþjóð. Sé vinnuveitandi þinn danskur átt þú einnig að greiða skatt í Danmörku af sömu tekjum.

Þú þarft alltaf að gera grein fyrir dönsku tekjunum í Svíþjóð. Ef þú greiðir skatt í báðum löndunum er það Svíþjóð sem á að taka tillit til þess skatts sem þú hefur greitt í Danmörku. Frádráttur getur aldrei orðið hærri en sú upphæð sem samsvarar sænskum skatti af tekjum þínum

Stjórnarlaun

Þú átt að greiða skatt í Svíþjóð ef þú færð greiðslu vegna stjórnarvinnu (stjórnarlaun) í félagi í öðru norrænu landi. Tekjurnar eru einnig skattlagðar í því landi sem félagið er staðsett í. Þarna skiptir ekki máli hvar vinnan fór fram.

Þegar þú hefur greitt skatt í báðum löndunum er það Svíþjóð sem á að taka tillit til þess skatts sem þú greiddir í hinu norræna landinu. Frádráttur getur aldrei orðið hærri en sú upphæð sem samsvarar sænskum skatti af tekjum þínum.

Almannatryggingar

Það eru sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Försäkringskassan í Svíþjóð eða tryggingastofnun í því landi sem þú vinnur í til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Finnland |