Býrð þú í Finnlandi og átt fasteign í einu hinna Norðurlandanna?

Skattlagning í Finnlandi

Erlendar fasteignir eða íbúðarhúsnæði framteljenda skattleggjast í því landi sem þau eru. Eignina sem um ræðir og hagnað af henni skal þó ávallt telja fram í skattframtali til Finnlands.

Ef framteljandi fær tekjur af útleigu fasteigna sinna erlendis, þá ber honum að borga 30 eða 34 % skatt af þeim. Til þess að koma í veg fyrir tvísköttun er skatturinn erlendis dreginn frá skattinum sem greiddur er í Finnlandi. Frádrátturinn verður þó aldrei hærri en finnski skatturinn á þessar leigutekjur.

Sem útgjöld við tekjuöflun er hægt að draga frá hugsanlegan erlendan fasteignaskatt af leigutekjum erlendrar fasteignar.

Ef þú selur eignir þínar

Í Finnlandi er lagður 30 eða 34 % skattur á hagnað við sölu eigna. Upphæð hagnaðarins er reiknuð samkvæmt finnskum lögum. Til þess að koma í veg fyrir tvísköttun er skattur sem er greiddur erlendis dreginn frá skattinum sem  greiddur er í Finnlandi. Frádrátturinn verður þó aldrei hærri en finnski skatturinn af þessum hagnaði.

Ef  einstaklingurinn hefur áður búið í landi þar sem hann á íbúðarhúsnæði og á þeim tíma hefur hann eða fjölskylda hans búið samfleytt tvö ár í húsnæðinu er viðkomandi undanþeginn skattgreiðslu af söluhagnaði í Finnlandi.

Finnskur fasteignaskattur er ekki lagður á eignir erlendis.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð