Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur um borð í skipi sem er skráð í Noregi og sem siglir á alþjóðaleiðum?  

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi og vinnur um borð í skipi sem er skráð í Noregi og sem siglir á alþjóðaleiðum. Hér er eingöngu fjallað um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Alþjóðaleiðir

Með hugtakinu á alþjóðaleiðum er átt við alla skipaflutninga nema þegar skipið er eingöngu í siglingum milli staða í einu norrænu landi.

Skattlagning í Noregi

Þær tekjur sem þú aflar þér með vinnu um borð í norsku skipi eru eingöngu skattlagðar í Noregi.

Með norsku skipi er einnig átt við skip sem skráð er í öðru landi ef skipið er í leigt út án áhafnar  þ.e. svokölluðum „bareboat bases"  af norskri útgerð.

Þú færð sent norskt skattframtal, jafnvel þó þú sért einungis skattskyldur í Noregi vegna tekna sem aflað er um borð í skipi skráðu í Noregi.

Þú finnur upplýsingar um skattlagningu tekna af vinnu um borð í skipi skráðu í Noregi, sem sinnir verkefnum á dönsku landgrunni, undir „Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur á dönsku landgrunni?"

Skattlagning í búsetulandinu

Tekjur af vinnu í flutningum á alþjóðaleiðum geta líka verið skattskyldar í búsetulandinu. Þú þarft því að gefa upplýsingar um tekjurnar í framtali í búsetulandinu.

Ef þú ert skattlagður bæði í Noregi og í búsetulandinu, er það búsetulandið sem koma á í veg fyrir tvísköttun.

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Tryggingastofnun í því landi sem þú ert búsettur í eða NAV í Noregi til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð