Dæmi um skattaútreikning - 2019

Hér getur þú séð hvað mikið einstaklingur sem býr á Íslandi greiðir í skatt miðað við mismunandi launa- eða lífeyristekjur.

Útreikningurinn miðast við einstakling sem :

  • býr á Íslandi allt árið
  • er yfir 16 ára að aldri, ógiftur og ekki með barn á framfæri
  • hefur eingöngu launa- eða lífeyristekjur frá Íslandi
  • borgar ekki kirkjuskatt (hefur enga þýðingu fyrir Ísland)

Við útreikninginn er stuðst við staðgreiðsluprósentuna á launatekjur sem er í tveim þrepum 36.94% og 46.24% á árinu 2019, allt eftir heildartekjum.

Taflan hér að neðan sýnir skatt hjá einstaklingi sem er eingöngu með launatekjur og sem greiðir 4% af tekjum sínum í lífeyrissjóð (skylda). Ath. Lífeyrisgreiðslur eru ekki skattskyldar fyrr en við útborgun þeirra.

Launatekjur á ári Lífeyrissjóðs-
frádráttur
Persónu-
afsláttur
Endanlegur skattur
1.700.000 68.000 677.358 0
3.400.000 136.000 677.358 528.363
6.800.000 272.000 677.358 1.734.085
8.500.000 340.000 677.358 2.336.565

Taflan hér að neðan sýnir skatt hjá einstaklingi sem er eingöngu með lífeyristekjur (lífeyrisþegar greiða ekki í lífeyrissjóð).

Lífeyristekjur á ári Lífeyrissjóðs-
frádráttur
Persónu-
afsláttur
Endanlegur skattur
1.700.000 - 677.358 0
3.400.000 - 677.358 578.602
6.800.000 - 677.358 1.834.562
8.500.000 - 677.358 2.462.542

Þú gætir verið með annan frádrátt frá skatti sem getur haft áhrif á útreikninginn. Þú getur reiknað út skattinn þinn hér