Tryggingagjald

Hvar ert þú tryggður

Það eru í gildi sameiginlegar reglur um almannatryggingar innan ESS landanna sem ákvarða hvar þú átt að vera tryggður.  Nánari upplýsingar fást hjá tr.is.

Skylda til að greiða tryggingagjald

Almannatryggingar á Norðurlöndunum eru fjármagnaðar á mismunandi vegu. Hvaða gjöld á að greiða, hvaða upphæðir og hvernig á að reikna þær er einnig mismunandi milli landanna.

Ef þú ert tryggður á Íslandi, ber að greiða tryggingagjald í samræmi við íslensk lög.

Almannatryggingar á Íslandi eru fjármagnaðar af ríkissjóði.  Launþegar greiða ekki sérstakt iðgjald til almannatrygginga, en atvinnurekendum ber skylda til að greiða tryggingagjald af öllum greiddum launum.

Tryggingagjald verktaka

Ef þú starfar sem verktaki eða ert skráður sem einstaklingur með rekstur verður þú sjálfur að greiða tryggingagjald til ríkisins sem eigin atvinnurekandi. Tryggingagjaldið er reiknað út frá brúttó tekjum þ.e. reiknuðu endurgjaldi af starfseminni. Ef um er að ræða hlutafélag þá greiðir félagið tryggingagjald þitt á sama hátt og fyrir launþega.

Frádráttur vegna tryggingagjalds

Enginn frádráttur er veittur vegna greidds tryggingagjalds erlendis á Íslandi