Álagningarseðill

Álagning fer fram í byrjun júní árið eftir tekjuárið. Sé framtali ekki skilað eru tekjur áætlaðar og álögð gjöld reiknuð á grundvelli þeirrar áætlunar. Álagningar- og innheimtuseðla er að finna á þjónustusíðunni skattur.is þar sem hægt er að skrá sig inn með veflykli. Á  þeim koma fram upplýsingar um gjaldstofna og álögð gjöld. 

Hvar skal greiða eða fá endurgreitt?

Í Reykjavík sér tollstjórinn um innheimtu opinberra gjalda og endurgreiðslur oftekinna gjalda. Utan Reykjavíkur er innheimta og endurgreiðsla í höndum sýslumanna.

Kærur

Kærufrestur vegna álagðra gjalda er 90 dagar frá því að álagning hefur verið birt. Kæru skal senda til ríkisskattstjóra. Úrskurði ríkisskattstjóra má áfrýja til yfirskattanefndar og þarf kæra að hafa borist nefndinni innan þriggja mánaða frá dagsetningu úrskurðar ríkisskattstjóra.