Þjóðskrá

Ef þú ætlar að dvelja lengur en 6 mánuði á Íslandi, þá ber þér að flytja lögheimili þitt til Íslands. Þú verður sjálfur að koma á skrifstofu Þjóðskrár Íslands eða á skrifstofu þess sveitarfélags sem þú ætlar að búsetja þig í og skrá þig innan 7 daga frá komu til landsins. Þjóðskrá Íslands er til húsa að Borgartúni 21 í Reykjavík og Hafnarstræti 107 á Akureyri. (skra.is)

Þú þarft að framvísa vegabréfi eða öðrum gildum ferðaskilríkjum. Allir sem flytja til landsins þurfa að gera grein fyrir sér í eigin persónu, börn á grunnskólaaldri sem og fullorðnir. Sérstakar reglur gilda um börn sem flytja ekki með báðum forsjárforeldrum til Íslands.

Norrænn samningur um almannaskráningar er í gildi milli Norðurlandanna (þ.m.t. Grænlands og Álandseyja.) Samningurinn kveður á um að aðeins sé hægt að vera skráður til lögheimilis á einum stað á Norðurlöndum. Við skráningu lögheimilis á Íslandi tilkynnir Þjóðskrá Íslands brottflutningslandinu um skráningu lögheimilis á Íslandi og við það er einstaklingurinn skráður sem brottfluttur til Íslands í þjóðskrá þess lands sem flutt er frá.

Kennitala

Þeir sem skrá lögheimili sitt hjá Þjóðskrá Íslands fá úthlutað íslenskri kennitölu sem samanstendur af 10 tölustöfum. fyrstu sex standa fyrir fæðingardeginum (dag, mánuð, ár) og þær fjórar síðustu eru eftirlitstölur. Ef þú hefur einu sinni fengið úthlutað íslenskri kennitölu, heldur hún gildi sínu í framtíðinni.

Kerfiskennitala

Ef þú býrð í öðru norrænu landi og ætlar þér  vinna á Íslandi skemur en 6 mánuði og vinnuveitandi þinn greiðir launatengd gjöld vegna starfa þinna hér á landi, þá átt þú rétt á svokallaða kerfiskennitölu hjá Þjóðskrá. Þú getur ekki sótt um sjálfur, vinnuveitandi þinn verður að sækja um kerfiskennitölu fyrir þig. Kerfiskennitala veitir þér engin réttindi á Íslandi og staðfestir ekki rétt til dvalar.