Býrð þú í öðru norrænu landi og færð bætur frá almannatryggingum á Íslandi?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur í öðru norrænu landi og færð bætur frá almannatryggingum á Íslandi og fjalla einungis um skattlagningu bóta frá almannatryggingum. Ef þú færð lífeyri frá Íslandi, þá sjá lífeyri.

Dæmi um bætur frá almannatryggingum á Íslandi:
Atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof og sjúkradagpeningar.

Skattlagning á Íslandi
Þú átt að greiða skatt á Íslandi af bótum frá almannatryggingum á Íslandi.

Skattlagning í heimalandinu
Greiðslur frá almannatryggingum á Íslandi geta einnig verið skattskyldar í heimalandinu. Ef bæturnar eru skattlagðar bæði á Íslandi og í heimalandinu, er það heimalandið sem koma á í veg fyrir tvísköttun. Þú átt að gefa upp íslensku tekjurnar í framtali í heimalandinu.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð