Býrð þú á Íslandi og færð bætur frá almannatryggingum í öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur á Íslandi og færð bætur frá almannatryggingum í öðru norrænu landi og fjalla einungis um skattlagningu bóta frá almannatryggingum. Ef þú færð lífeyri frá öðru norrænu landi, þá sjá lífeyri.

Skattlagning í greiðslulandinu
Bætur frá almannatryggingum sem greiddar eru frá öðru norrænu landi, geta verið skattskyldar þar.

Skattlagning á Íslandi
Þú átt að telja fram bæturnar undir „tekjur erlendis" í íslenska framtalinu. Almenna reglan er sú að bótagreiðslur eru skattskyldar í greiðslulandinu. Við álagningu skatta á Íslandi er tekið tillit til bóta sem greiddar eru frá öðru norrænu landi á sama ári. Skattar eru þá reiknaðir á allar tekjurnar, bæði íslenskar og erlendar, en síðan lækkaðir miðað við hlutfall erlendu teknanna í heildartekjunum.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð